Höfundur: Bjarni Fritzson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Loksins færðu að vita hvað Magga var valin í. Ekki nóg með það heldur ætlar Magga sjálf að segja þér frá því. Eða alveg þangað til hún lendir í sjúklega hræðilegum umboðsmönnum og ég þarf að bjarga málunum. Ég get alls ekki sagt þér meira án þessa að spilla fyrir lestrinum. En ef þér fannst MÖGGU MESSI BÓKIN skemmtileg þá áttu eftir að elska þessa.
Salka Hrekkjavakan Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Í tilefni af hrekkjavökunni setti TikTok-stjarnan Gabbi Galdur af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar í boði og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns.
Orri óstöðvandi Jólin eru að koma Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman var rosaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo voru foreldrar mínir hársbreidd frá því að aflýsa jólunum. Ég get ekki sagt meira en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír.
Orri óstöðvandi: Kapphlaupið um silfur Egils Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á það þegar mamma og pabbi tilkynntu okkur Möggu að við værum að fara í gamaldags útilegu. En úr varð ein rosalegasta ferð allra tíma. Við tjölduðum við hliðina á andstyggilegum náunga sem við urðum að kenna smá lexíu, rákumst á sótilla þýska túrista, lentum í fingralöngum Fransmanni og glímdum við stórhættule...
Salka: Tölvuheimurinn Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Eftir að Benedikt forseti hafði sett neyðarútgöngubann á um allt land kynnti hann Tölvuheiminn, sýndarveruleikaútgáfu af okkar eigin lífi, fyrir þjóðinni. Þar var hægt að gera allt sem maður vildi og verið nákvæmlega sá sem mann hefur alltaf dreymt um að vera. Þjóðin sökk djúpt ofan í Tölvuheiminn og ég hafði áhyggjur af því að við kæmumst aldre...
Salka Tímaflakkið Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Eftir að við vinirnir náðum að stoppa Benedikt á ögurstundu breyttist allt til hins betra og lífið varð æðislegt á ný. Eða allt þar til við urðum vitni að sturluðustu tæknibyltingu allra tíma og þurftum að fara aftur í tímann til ársins 1992 og bjarga heiminum enn á ný, sem endaði svo með svakalegasta körfuboltaleik lífs míns.