Höfundur: Jessica Devergnies-Wastraete

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Elsku litla systir Astrid Desbordes Kvistur bókaútgáfa Dag einn er Ástvaldi sagt að hann muni eignast litla systur. Að vísu man hann ekki eftir að hafa beðið um hana, en er samt ánægður. Fréttirnar valda ýmsum heilabrotum og lífið breytist þegar hún birtist því að lítil systir tekur pláss. Það sem Ástvaldi þykir þó best við litlu systur er að vera stóri bróðir hennar.
Pómeló líður vel undir biðukollunni Ramona Badescu Kvistur bókaútgáfa Pómeló er lítill fíll með óvenjulangan rana og býr undir biðukollu. Þó að langbest sé að vera heima er nauðsynlegt að kanna nánasta umhverfi. Raninn hans langi vill þá oft valda vandræðum en getur líka komið að góðum notum. Þrjár skemmtilegar sögur í einni bók