Höfundur: Lucinda Riley

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Mánasystirin Fimmta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Eftir dauða Pa Salt, milljarðamæringsins sem ættleiddi sex dætur allsstaðar að úr heiminum, lætur ein þeirra, Tiggy D’Aplièse, innsæið ráða og flytur á afskekktan stað í skosku hálöndunum til að hugsa um villt dýr á landareign héraðshöfðingjans fjallmyndarlega Charlie Kinnaird sem er í óhamingjusömu hjónabandi og á í baráttu um landareignina.
Miðnæturrósin Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Sagan segir frá einstöku lífshlaupi Anahitu Chaval, frá upphafi tuttugustu aldar til dagsins í dag. Lesandinn kynnist fjórum kynslóðum í tveimur ólíkum menningarheimum, glitrandi höllum fursta á Indlandi og höfðingjasetrum á Englandi. Lucinda Riley sló í gegn með bókaflokknum um systurnar sjö, þetta er hennar fyrsta sjálfstæða skáldsaga á íslensku.
Perlusystirin Fjórða bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa CeCe, fjórða systrin, hefur ætíð fundist hún utangarðs. Eftir lát Pa Salt upplifir hún sig meiri einstæðing en nokkru sinni. Hún hefur engu að tapa og sökkvir sér ofan í leyndardómsfullan uppruna fjölskyldu sinnar. Einu vísbendingarnar eru svarthvítar ljósmyndir og nafn kvenkyns frumherja sem ferðaðist alla leið frá Skotlandi til Ástralíu.
Sjö systur Fyrsta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Maia og systur hennar hittast á bernskuheimili sínu, ævintýralegum kastala á bökkum Genfarvatns. Faðir þeirra, sem ættleiddi þær sem ungbörn frá ólíkum heimshornum, er látinn en skildi eftir vísbendingar um uppruna þeirra. Bókin er sú fyrsta í bókaflokki um systurnar sjö. Bækurnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim.
Sólarsystirin Sjötta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Electra er yngst systranna sem dularfulli auðkýfingurinn, Pa Salt, ættleiðir. Hún er ódæll unglingur, hættir í skóla, en er uppgötvuð á götum Parísar og verður heimsfræg ofurfyrirsæta. Sólarsystirin er sjötta bókin í bókaflokknum sem nefndur er eftir fyrstu bókinni, Sjö systur, og eru einhverjar vinsælustu skáldsögur í heimi.
Systirin í skugganum Þriðja bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Star, dularfyllst systranna, er hikandi við að stíga út úr örygginu sem hún upplifir í nánu sambandi við systur sína CeCe. Vísbendingin sem Pa Salt skildi eftir um uppruna hennar leiðir hana í fornbókabúð í London. Hún stígur út úr skugga systur sinnar og kýs sína eigin framtíð. Bókaflokkurinn um systurnar sjö er einhver sá vinsælasti í heimi.
Systirin í storminum Önnur bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Benedikt bókaútgáfa Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut, var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru?