Höfundur: Pedro Gunnlaugur Garcia

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Jerúsalem Gonçalo M. Tavares Benedikt bókaútgáfa Kona, morðingi, læknir, strákur, vændiskona, geðsjúklingur. Og nóttin. Jerúsalem er margverðlaunuð skáldsaga eftir einn helsta núlifandi rithöfund portúgalska málheimsins. Í þessari gáskafullu og frumlegu frásögn er tekist á við einhver stærstu mál mannlegs samfélags af léttleika í bland við alvöru — enda er hryllingurinn hluti af mennskunni.
Lungu Pedro Gunnlaugur Garcia Bjartur Fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um 20. öldina. Jóhanna tekur upp af rælni ættarsöguna sem faðir hennar skrifaði. Þar fléttast saman sögur af brostnum draumum, töfrum og forboðnum ástum – sem smám saman draga fram í dagsljósið leyndarmál sem legið hefur í þagnargildi í heila mannsævi.
Málleysingjarnir Ný og endurskoðuð útgáfa Pedro Gunnlaugur Garcia Bjartur Málleysingjarnir, fyrsta skáldsaga Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst út árið 2019. Hún kemur hér í nýrri og endurskoðaðri útgáfu. Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022 fyrir skáldsögu sína Lungu.