Höfundur: Steinar J. Lúðvíksson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hetjudáðir á hafi úti Steinar J. Lúðvíksson Veröld Í tímans rás hefur fjölmörgum sjómönnum verið bjargað af skipum á hafi úti – oftar en ekki við mjög slæmar aðstæður. Hér fjallar Steinar um helstu hetjudáðir sjómanna á hafi úti þegar þeir hafa bjargað kollegum sínum á öðrum skipum þar sem við blasir blaut gröfin. Einnig er fylgst með því sem gerist um borð í skipunum sem eru að farast.
Skipin sem hurfu Steinar J. Lúðvíksson Veröld Hér er fjallað um skip sem hurfu á öldinni sem leið. Í sumum tilvikum er vitað á hvaða hátt þau fórust og jafnvel var fylgst með síðustu andartökum skipverja. Í öðrum tilvikum var enginn til frásagnar og aðeins hægt að geta sér til um hver afdrif þeirra urðu – skýringar komu stundum mörgum árum síðar. Mikil dulúð fylgdi hvarfi sumra skipanna ...
Skipskaðar á svörtum söndum Örlög og mannraunir á suðurströndinni Steinar J. Lúðvíksson Veröld Sandarnir miklu á suðurströndinni hafa orðið grafreitur margra skipa. Barátta sjómanna fyrir lífi sínu í brjáluðu briminu hefur oftar en ekki verið tvísýn. Hér er fjallað um söguleg skipbrot við suðurströndina allt aftur til mannskæðasta sjóslyss Íslandssögunnar, þegar Gullskipið strandaði.
Sveinn Benediktsson Ævisaga brautryðjanda og athafnamanns Steinar J. Lúðvíksson Ugla Um hálfrar aldar skeið var Sveinn Benediktsson einn áhrifamesti maður í sjávarútvegi Íslendinga. Hann var stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, forystumaður í Bæjarútgerð Reykjavíkur, stjórnarmaður í helstu hagsmunasamtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og lét mjög að sér kveða á opinberum vettvangi um allt sem laut að sjávarútvegsmálum.