Höfundur: Þórarinn Leifsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Langafi og jökullinn sem hvarf Bók handa börnum og ferðamönnum á öllum aldri. Þórarinn Leifsson Lubbi Langafi rak tíu hesta yfir ísinn. Hundrað árum síðar kom ég á sömu slóðir og sá að jökullinn var horfinn! Bráðnun Breiðamerkursjökuls og tilurð Jökulsárlóns er þungamiðja ríkulega myndskreyttrar sögu um forfeður höfundar. Bókin er þegar komin út á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og spænsku.
Út að drepa túrista Þórarinn Leifsson Forlagið - Mál og menning Leiðsögumaðurinn Kalman lendir í martraðarkenndum Suðurstrandartúr með rútu fulla af ferðamönnum, þar sem veðrið er viðbjóður, farþegarnir finnast myrtir einn af öðrum og sá sem lögreglan sendir til að leysa málið er í hæsta máta vafasamur. Egghvöss og ísmeygilega fyndin glæpasaga mitt úr brjálæði massatúrismans.