Höfundur: Tinna Ásgeirsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Leyndardómur varúlfsins Kristina Ohlson Ugla Í bænum Eldsala loga skógareldar. Eldsvoðarnir bera þess merki að vera viljaverk einhvers. Á kvöldin heyrir Herbert hrollvekjandi ýlfur og sér stórar skepnur sem líkjast hundum bregða fyrir í skóginum. Skyndilega eru Herbert og Sallý vinkona hans flækt í ráðgátu sem er mun ískyggilegri en nokkurn gat grunað. Munu þau geta bjargað Eldsala?
Múmínálfarnir Mía litla og stormviðrið Tove Jansson Ugla Vindasaman dag í Múmíndalnum bankar skelkuð lítil vera á dyr Múmínhússins. Mía litla er ekki sátt við að þurfa að deila herbergi með nýja gestinum. En hún kemst brátt að því að gott getur verið að eiga vin þegar á reynir … Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Múmínsnáðinn og Jónsmessuráðgátan Tove Jansson Ugla Það er kyrrlátur og fallegur sumardagur í Múmíndal. Múmínfjölskyldan hefur það notalegt úti í garði. Múmínpabbi segir frá því að hann sé að skrifa spennandi glæpasögu. En þegar hann ætlar að halda áfram að skrifa kemur í ljós að dýrmæta minnisbókin og uppáhaldspenninn hans eru horfin. Hvað hafði gerst? Tekst Múmínsnáðanum og vinum hans að leysa ...
Múmínsnáðinn og óskastjarnan Tove Jansson Ugla Múmínsnáðinn finnur fallegan, ljómandi stein. Snorkstelpan og Snabbi halda að hann sé fallin stjarna og að Múmínsnáðinn megi óska sér! En óskir geta verið ansi flóknar ... Tekst Múmínsnáðanum að velja sér eina ósk áður en stjarnan fölnar? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Múmínsnáðinn og vetrarsnjórinn Tove Jansson Ugla Veturinn kemur snemma í Múmíndal og vinur Múmínsnáðans þarf að ferðast suður á bóginn. Múmínsnáðinn veltir fyrir sér hvort Snúður muni sakna hans jafn mikið og hann muni sakna Snúðs. Og ef svo sé, hvernig hann geti vitað það? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Múmíuráðgátan Kristina Ohlsson Ugla Konan lá á maganum með aðra höndina kreppta. Hún hreyfði sig ekki en þau gátu séð að hún andaði. Herbert kraup við hliðina á Sallý. – Halló, sagði hann hljóðlega við konuna. Konan lauk hægt upp augunum. Og svo hvæsti hún á þau. – Gætið ykkar, krakkar. Gætið ykkar á skrímslinu!
Ráðgátan um skuggann skelfilega Kristina Ohlsson Ugla Ráðgátan um Skuggann skelfilega er fyrsta bókin í spennandi bókaröð Kristinu Ohlsson um Draugastofuna. Ríkulega myndskreytt hlýlegum teikningum eftir myndhöfundinn Moa Wallin. Æsispennandi og fjörug ráðgáta til að leysa!