Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fríríkið

  • Höfundur Fanney Hrund Hilmarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Þar sem endur drekka kvöldkaffi við eldhúsborðið, froskar slaka á í klósettinu, háttatímum er breytt í gítarpartí og heimalærdómi í leikrit – er aldrei dauð stund. Og ef hún drepst óvart þá sér Allamma um að lífga hana við! Fríríkið er spennandi unglingabók með einstaklega skrautlegum persónum sem leiða lesandann óvænt ferðalag.

Þar sem endur drekka kvöldkaffi við eldhúsborðið, froskar slaka á í klósettinu, háttatímum er breytt í gítarpartí, kassabílum í klessubíla og heimalærdómi í leikrit – er aldrei dauð stund. Og ef hún drepst óvart þá sér Allamma um að lífga hana við!

Já, í Fríríkinu hennar Öllömmu er allt óvenjulegt venjulegt og leiðinlegt skemmtilegt. En mitt í gleði og galsa Fríríkisfaðmsins finna Allamma og krakkarnir Asili, Alex, Bella og hundurinn Frændi sig skyndilega í baráttu um það verðmætasta í öllum heiminum. Baráttu við þann sem hefur völd, peninga og svífst einskis til að fá sínu framgengt.

Hvað ætlar hann sér? Hvað gerist þegar Allamma ræsir út ellihrellana til að komast að því? Er hægt að vinna bardaga með kleinuvörpum og stafaskylmingum? Getur Magnús í öllu sínu nefháraveldi hjálpað þeim? Hvaðan kom svínski herinn? Hver á augun í fossinum? Baráttan kallar á stofnun andspyrnuhreyfingar, innbrot, flótta og endar á stað sem engan gat órað fyrir. Á stað sem geymir tvær lokaspurningar: Hver