Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hagfræði daglegs lífs

í stuttu máli

  • Höfundur Gylfi Zoega
Forsíða bókarinnar

Margir halda að hagfræði fjalli einungis um verðbólgu, atvinnuleysi og vexti. En hagfræði hjálpar okkur að skilja líf okkar og umhverfi. Þannig lýsir hagfræðin ákvörðunum okkar, hvernig hinn skynsami maður ætti að taka ákvarðanir, en jafnframt hvernig ákvarðanir okkar eru ekki alltaf skynsamlegar frá sjónarhóli hagfræði.