Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hamfarir

í bókmenntum og listum

  • Höfundur Auður Aðalsteinsdóttir
Forsíða bókarinnar

Náttúra og loftslag jarðar eru þegar farin að umbreytast vegna hamfarahlýnunar, fjöldaútrýmingar og annarra tengdra umhverfisógna. Í þessari bók er fjallað um það hvernig aukin meðvitund um þessar umhverfiskrísur og um víxlverkun allra þátta í vistkerfi okkar, mennskra og ekki-mennskra, birtist í samtímabókmenntum og -myndlist.