Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kramp

  • Höfundur María José Ferrada
  • Þýðandi Jón Hallur Stefánsson
Forsíða bókarinnar

Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.

Chileski rithöfundurinn María José Ferrada (f. 1977) fangar á forvitnilegan hátt feðginasamband á barmi óafturkræfra breytinga út frá sjónarhorni barns sem leitast við að skýra flókna heimsmynd sína. Í senn nostalgísk, hættuleg og full af gleði og undrun.