Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Lexíurnar

stafrófskver

  • Höfundur Magnús Sigurðsson
Forsíða bókarinnar

Hér er tekið mið af bókmenntaformi stafrófskveranna gömlu, kennslubóka sem höfðu það hlutverk að vígja börn og ungmenni inn í töfraheima leslistarinnar. Með óvanalegum verkum sem leika á mörkum hins uppdiktaða og sanna, skáldskapar og fræða, hefur höfundurinn skapað sér sérstöðu í íslenskum bókmenntum.

Milli spjalda þessa 21. aldar „stafrófskvers“ fer bæði fram uppátækjasöm könnun á orðlist, bókfræði og lestrarvenjum auk þess sem farið er víða um sálarsviðið og lendur hjartans. Lexíurnar sem höfundur miðlar eru af margvíslegum toga, bæði þroskavænlegar og óábyrgar. En allar eiga þær sameiginlegt að hverfast um þetta sem Jóhannes Kjarval sagði eitt sinn um veraldarvolkið: að það er jú heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.

Lexíurnar er nýtt skref í þróun framsækins og spennandi höfundarverks Magnúsar Sigurðssonar.