Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Pálmavíns­drykkju­maðurinn

  • Höfundur Amos Tutuola
  • Þýðandi Janus Christiansen
Forsíða bókarinnar

Þegar tappari pálmavínsdrykkjumanns fellur óvænt frá leggur drykkjumaðurinn í leiðangur til að hafa uppi á honum í Dauðramannaþorpinu. En leiðin þangað er alls ekki greið og ýmsar goðsögulegar verur tefja för hans. Ævintýraleg frásögn í anda nígerískra munnmælasagna.

Þekktasta verk nígeríska rithöfundarins Amos Tutuola (1920-1997) og að öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku sem kom út utan heimalandsins, árið 1952. Verkið var harðlega gagnrýnt í Nígeríu því málið á sögunni þótti ýta undir þá mynd af Afríku að álfan væri vanþróuð. Nú er það talið meðal höfuðverka afrískra bókmennta.