Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Saga Hnífsdals

  • Höfundur Kristján Pálsson
Forsíða bókarinnar

Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Metnaðarfullt fræðiverk og heillandi saga Hnífsdælinga fram á okkar daga – stór saga af litlu þorpi sem markaði spor í sögu þjóðarinnar. „Efnistök eru fjörleg og bókin lipurlega skrifuð og áhugaverð, ekki bara fyrir Hnífsdælinga.“ Sölvi Sveinsson, Morgunblaðinu

Hér er lýst sviptingasamri jarðasögu, frá eignarhaldi Vatnsfirðinga fyrr á tímum til áhrifa heimamanna og Ögurmanna.

Mikil útgerð þróaðist í Hnífsdal upp úr miðri 19. öld og myndaðist stórt þorp með hátt í 500 íbúum. Voru aflaverðmætin sem komu þar á land með því mesta á landinu og mannlífið gróskumikið.

Hér er einnig sögð saga stéttaátaka á milli verkafólks og land­eigenda á þriðja áratug 20. aldar. Upp úr þeim urðu langvarandi málaferli í svonefndu Hnífsdalsmáli milli Ísafjarðarkrata og Hálfdáns Hálfdánssonar hreppstjóra í Búð, sem var ásakaður um atkvæðafölsun, og höfðu þau mikil og varanleg áhrif á stjórnmálalíf landsins.