Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sálmabækur 16. aldar, I og II

  • Umsjón Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Karl Sigurbjörnsson og Kristján Eiríksson
Forsíða bókarinnar

Í fyrra bindinu er handbók og sálmakver Marteins biskups Einarssonar 1555 og Sálmabók Gísla biskups Jónssonar 1558. Í öðru bindi er Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar 1559. Þessir sálmar sem höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu eru nú loks aðgengilegir almenningi.

Bók Marteins Einarssonar var prentuð í Kaupmannhöfn 1555 og ber heitið „Ein kristilig handbog ...“. Hún er þrískipt, í fyrsta lagi handbók fyrir kennimenn, í öðru lagi sálmasafn og í þriðja lagi nokkrar predikanir.

Sálmabók Gísla Jónssonar er prentuð í Kaupmannahöfn 1558 undir titlinum „Að Guðs lof megi ætíð aukast ...“

Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar er prentuð á Hólum í Hjaltadal 1589 og heitir: „Ein ný sálmabók með mörgum andlegum sálmum ...“ Í sálmabók Guðbrands eru nótur með mörgum sálmanna sem segja má að hafi verið nýjung í slíkri útgáfu og hafði mikil áhrif á guðsþjónustuhald og menningu.

Þessi rit höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu og áttu einnig drjúgan þátt í varðveislu íslenskunnar og eru því mikilvæg fyrir íslenska málsögu og tónlistarsögu. Með þeim voru kynntir fjölmargir erlendir bragarhættir og jafnframt var ýtt undir skáld að yrkja sálma og veraldleg kvæði á íslensku.