Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sauðfjárbúskapur í Reykjavík

Fjáreigendafélag Reykjavíkur

  • Höfundur Ólafur Dýrmundsson
Forsíða bókarinnar

Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og er með aðild að bæði afrétti og lögskilarétt. Í þessari myndríku bók er fróðlegu yfirliti um þróun sauðfjárbúskapar í Reykjavík síðan um miðja 19. öld fléttað saman við sögu Fjáreigendafélags Reykjavíkur.

Á meðal efnisþátta eru sauðfjárstríðið 1962–1970, Hvassa hraunseignin, útrýming riðuveiki, báðar Fjárborgirnar og göngur og réttir. Höfundur hefur sjálfur verið fjáreigandi í Reykjavík síðan 1957.

Ólafur Rúnar Dýrmundsson (f. 1944) er búvísindamaður. Að loknu doktorsprófi á sviði sauðfjárræktar frá Háskólanum í Aberystwyth í Wales 1972 starfaði hann við kennslu, stjórnsýslu, rannsóknir og leiðbeiningar, fyrst á Hvanneyri en lengst í Bændahöllinni. Hann sinnir enn faglegum verkefnum í þágu lífræns landbúnaðar og fæðuöryggis og stundar borgarbúskap sér til yndis og ánægju.