Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Pétur og Brandur Stund hanans

  • Höfundur Sven Nordqvist
Forsíða bókarinnar

Dag einn kemur Pétur heim með pappakassa sem í reynist vera hani. Hænurnar á bænum sjá ekki sólina fyrir honum en Brandur skilur ekkert í öllu fjaðrafokinu enda aldrei, ekki í eitt sekúndubrot, þurft á hana að halda. Lífið á bænum tekur miklum stakkaskiptum. Brandur fær ekki lengur að stríða hænunum og þarf að þola stanslaust hanagal alla daga.

Þessi tímalausa bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.