Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sund

  • Höfundar Valdimar Tr. Hafstein og Katrín Snorradóttir
Forsíða bókarinnar

Sundlaugarnar eru helsti samkomustaður heillar þjóðar sem sækir þangað næði eða samveru, hreinsun og heilsubót. Í bókinni birtist ylvolg saga af íslensku nútímasamfélagi í mótun, með léttri klórangan og hveralykt, gufuslæðu og skvampi í einstaklega fallegri og fróðlegri bók um uppáhaldsiðju flestra Íslendinga.