Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Súperbækur Súper Kröftug

  • Höfundar Soffía Elín Sigurðardóttir og Paola Cardenas
  • Myndhöfundur Viktoría Buzukina
Forsíða bókarinnar

Maya og Maks eru nýflutt til Íslands. Súper Kröftug kennir þeim hjálplegar leiðir til þess að aðlagast nýju samfélagi.

Þátttaka barna í íþróttum og tómstundastarfi er áhrifarík leið til að verða hluti af hópi og læra tungumálið.

Súperbækurnar miðla sálfræðiþekkingu til barna á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt. Bækurnar innihalda félagsfærnisögu með vandkvæðum sem eru algeng meðal barna. Söguhetjurnar njóta aðstoðar frá Súperstyrkjum sem eru ofurhetjur og miðla hagnýtum ráðum og aðferðum byggðum á gagnreyndum sálfræðimeðferðum til lesenda.

Paola Cardenas Phd og Soffía Elín Sigurðardóttir eru klínískir barnasálfræðingar á Íslandi og jafnframt höfundar Súperbókanna. Soffía og Paola vita hversu mikilvægt er að börn tileinki sér viðfangsefnin, sem tekin eru fyrir í bókunum, snemma á lífsleiðinni, því forvarnir og snemmtæk íhlutun bæta lífsgæði, velferð og framtíðarhorfur barna.

Bækurnar eru listilega skreyttar af Viktoríu Buzukina, grafískum hönnuði, sem einnig sér um umbrot. Hægt er að nálgast bækurnar í flestum bókabúðum og sérvöruverslunum. Frekari upplýsingar um bækurnar, höfunda og ítarefni sem fylgir bókunum er að finna á www.sjalfstyrkur.is