Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þættir úr sögu Kjósar

  • Höfundur Gunnar Sveinbjörn Óskarsson
Forsíða bókarinnar

Í bókinni dregur höfundur upp svipmyndir af því samfélagi sem lengi var við lýði í Kjósarhreppi. Verkið skiptist í 15 þætti sem fjalla um ólík viðfangsefni en saman gefa þeir heillega mynd af sögu byggðarlagsins. Margar ljósmyndir prýða bókina, bæði eldri myndir með mikið sögulegt gildi og nýlegar litmyndir af bæjum og landslagi í Kjós.

Bókin hefst á svetarlýsingu Kjósarhrepps og ágripi af sögu hreppsins, síðan taka við þættir um ólík viðfangsefni, m.a. um kirkjustaðinn Reynivelli, torfbæjarmenningu í Kjós og hernámsárin sem settu mark sitt á sveitarfélagið á fimmta áratugi síðustu aldar. Hér segir einnig frá deilum og dómsmálum, ævintýramanningum Copland og að lokum frá því nútímalega samfélagi sem nú er til staðar í Kjósarhreppi.

Margar ljósmyndir prýða bókina, bæði eldri myndir með mikið sögulegt gildi og nýlegar litmyndir af bæjum og landslagi í Kjós.