Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

The Sunshine Children

  • Höfundur Christopher Crocker
  • Ritstjóri Birna Bjarnadóttir
Forsíða bókarinnar

Bókin um Sólskinsbörn Lögbergs byggir á rannsókn kanadíska fræðimannsins og þýðandans Christophers Crockers á bréfum barna íslenskra innflytjenda sem birtust á öðrum áratugi 20. aldar í sérblaðinu Sólskini. Hún varpar nýju ljósi á lífsreynslu og kringumstæður íslenskra vesturfara. Birna Bjarnadóttir er ritstjóri bókarinnar.

Í október árið 1915 hóf íslenska dagblaðið Lögberg í Winnipeg útgáfu á sérblaðinu Sólskini sem ætlað var börnum íslenskra innflytjenda í Vesturheimi. Börnin fóru ekki varhluta af útgáfunni og ekki leið á löngu bar til þau mynduðu með sér leshring. Um það vitna fjölmörg bréf sem dagblaðið birti í nafni Sólskinsbarna. Bréfin eru flest skrifuð á íslensku og veita djúpstæða innsýn í daglegt líf og kringumstæður íslenskra innflytjenda Norður Ameríku á fyrstu áratugum tuttugustu alda. Börnin skrifa einnig um samfélagsleg og menningarpólitísk málefni, meðal annars áhrif fyrri heimsstyrjaldar á líf fólks og albjóðlega baráttu fyrir kvenfrelsi. Staða íslenskunnar í úthafi enskunnar er þeim einnig hugleikin og í því efni fengu þau meðal annars hvatningu frá börnum á gamla landinu en Halldór Laxness, ungur að árum, birti bréf í Sólskini. Bókin um Sólskinsbörnin byggir á rannsókn Christophers W. E. Crockers á þessari einstöku heimild og varpar nýju ljósi á lífsreynslu og kringumstæður íslenskra vesturfara.