Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Upp á punkt

Upprifjun grunnþátta í stærðfræði

  • Höfundar Kjartan Heiðberg og Gunnar Friðfinnsson
Forsíða bókarinnar

Ný og endursk. útgáfa sem ætluð er nemendum sem eru að hefja nám í framhaldsskóla en skortir leikni í stærðfræði. Við efnisval var tekið mið af námskrám efstu bekkja grunnskóla og grunnáfanga framhaldsskóla með það fyrir augum að brúa bilið þar á milli. Nýjung er mikill fjöldi QR-kóða sem opna myndbönd um efnið og leiðbeina um lausnaraðferðir.

Bókin skiptist í eftirfarandi kafla:

1. Aðgerðirnar fjórar

2. Röð aðgerða

3. Almenn brot

4. Algebra

5. Jöfnur

6. Liðun og þáttun

7. Veldi

8. Rætur

9. Hlutföll og prósentur

Texti bókarinnar er á auðskildu máli og þannig fram settur að nemendur eigi auðvelt með að lesa hann sér til gagns. Bókin er einnig heppileg fyrir fólk sem vill rifja upp stærðfræði á eigin spýtur, t.d. áður en lagt er upp í nám að nýju eftir hlé.

Höfundar bókarinnar hafa báðir áralanga reynslu af stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi.