Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

VEISLUMATUR LANDNÁMSALDAR

  • Höfundar Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson
Forsíða bókarinnar

Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur hefur rannsakað matartilvísanir og matarvenjur í Íslendingasögunum. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari leitaði einnig fanga víða og setur hér fram skemmtilegar uppskriftir að veislumat landnámsaldar Karl Petersson, einn allra fremsti matarljósmyndari landsins fangar svo útkomuna með linsuna að vopni.

Hvað þótti veislumatur á landnámsöld? Hvað fengu veislugestir í brúðkaupi á Hlíðarenda að borða?

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en hér fáum innsýn inn í hvað landnámsfólkið bauð upp á í veislum og mannfögnuðum.

Veislumatur landnámsaldar er gífurlega forvitnileg, falleg og eiguleg bók.

Hefur þú smakkað heilgrillaðan geirfugl? Eða lambabuxur? Hljómar rostungssúpa ekki girnilega?