Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Verkefna- og gæðastjórnun fyrir byggingagreinar

Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð frá stofnun fyrirtækja til afhendingar mannvirkja

  • Höfundur Ferdinand Hansen
Forsíða bókarinnar

Þessi bók er hugsuð fyrir nemendur í byggingagreinum sem og stjórnendur við mannvirkjagerð. Að sögn höfundar á gæðastjórnun að vera einföld, leiðbeinandi og upplýsandi fyrir stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini og birgja þannig að þessir aðilar þekki til hlítar ábyrgð, hlutverk, væntingar og kröfur hver annars.

Bókin skiptist í eftirfarandi kafla:

1. Helstu hugtök verkefna- og gæðastjórnunar

2. Stofnun fyrirtækis

3. Verkefna- og gæðastjórnun

4. Hagur aðila af gæðastjórnun og vottunum

5. Innri úttektir, úrbætur og umbætur

6. Helstu ferlar til stjórnunar í mannvirkjagerð

Bókin er ásamt sérstakri verkefnabók frjáls til afnota á heimasíðu IÐNÚ útgáfu, www.idnu.is