Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl III. 1716‒1732

  • Ritstjórar Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, Gísli Baldur Róbertsson og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
Forsíða bókarinnar

Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Snæbjörn Pálsson uppnefndi kaupmanninn í Dýrafirði Lúsa-Pétur sem dró mikinn dilk á eftir sér. Auk þess birtast hér ásakanir um falskt þingsvitni og embættismissi sýslumanns, deilur um reka, þjófnaðarmál og drykkjulæti í kirkju.

Yfirrétturinn á Íslandi starfaði árunum 1563 - 1800 og var æðsta dómstig innanlands.