Niðurstöður

  • Fræðibækur

Trú og þjóðfélag

Afmælisrit til heiðurs Péturs Péturssyni

Í bókinni eru 18 greinar fræðimanna á hinum ýmsu sviðum til heiðurs Pétri Péturssyni sjötugum. Hér kennir margra grasa enda endurspeglar það breitt rannsóknar- og áhugasvið afmælisbarnsins, m.a. er fjallað um mannhelgishugtakið, uppruna mannlegs máls, guðsmynd lista, prestshlutverkið, kristna siðfræði, sértrúarhreyfingar og áfengisneyslu í sænskum söfnuðum.

Tölum um hesta

Í þessari einstöku, innihaldsríku og fallega myndskreyttu bók, er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar skrifa út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og atvikum þeim tengdum og inn í frásögnina er fléttað fræðslu, sögum, ljóðum og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta.

Umbrot

Í mars 2021 lauk kyrrðartímabili á Reykjanesskaga sem varað hafði í nærri 800 ár er eldgos hófst í Geldingadölum. Sjónarspilið skammt frá fjölmennustu byggðum landsins dró að sér þúsundir sem hrifust af krafti og fegurð gossins. Höfundar draga upp einstæða mynd af þessum sögulega viðburði í máli og myndum. Einnig fáanleg á ensku.

Út fyrir rammann

Tólf lífsreglur

Jordan B. Peterson er einn vinsælasti hugsuður og fyrirlesari heims. Hér er fjallað um mikilvægi persónulegrar ábyrgðar og þá merkingu sem hún gefur lífinu. Á tímum örra og róttækra breytinga, þegar grunnstoðir fjölskyldunnar láta undan síga, menntun breytist í innrætingu og samfélagið leggst í hættulegar pólitískar skotgrafir, á þessi bók sannarlega erindi við alla.

Vatna­jökuls­­þjóð­garður

Gersemi á heimsvísu

Vatnajökull er síkvik deigla elds og íss með tilheyrandi landmótun og um leið þungamiðja Vatnajökulsþjóðgarðs, sem lýstur var heimsminjasvæði árið 2019. Í þessari glæsilegu bók lýsir Snorri Baldursson einstakri náttúru, sögu og uppbyggingu þjóðgarðsins. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda, korta og línurita og hún er fróðleiksnáma og augnayndi í senn.

Vísindafyrir­lestrar handa almenningi

Hermann von Helmholtz er einn merkasti vísindamaður síðari alda – áhrifa hans gætir enn í fjölmörgum greinum. Það er að hluta ástæða þess að nafn hans er nú minna þekkt en margra yngri kollega hans – hann lagði grunninn sem aðrir nýttu sér. Í Vísindafyrirlestrum er að finna nokkrar lykilgreinar Helmholtz sem gefa frábæra innsýn í hraða framþróun raunvísinda á seinni hl...

Vítislogar

Heimur í stríði 1939–1945

Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti heimsstyrjaldarinnar síðari. Í þessari bók dregur hann saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar. Hvernig var að upplifa þennan tíma? Æsispennandi en djúphugul frásögn af hræðilegustu árum mannkynssögunnar.

Völundarhús tækifæranna

Bylting á vinnumarkaði, giggarar og aukin lífsgæði

Þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar munu veita fólki á vinnumarkaði ný og spennandi tækifæri. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður.

Það sem kindur gera þegar enginn sér til

Á hverju vori eru íslenskar kindur sendar út í óbyggðir í þriggja mánaða sumarfrí frá bændum landsins. Fátt er vitað hvað á daga þeirra drífur allan þennan tíma en nú hefur Brian Pilkington rýnt í hvað leynist í ærhausnum og setur það hér fram á sinn óviðjafnanlega hátt. Bókin er einnig fáanleg á ensku.

Þessir Aku­reyringar ...!

Úrval grínsagna um íbúa bæjarins þar sem góða veðrið var fundið upp

Uppákomur, spaugsyrði og lögmannsraunir. Gunni Palli skýtur dýrasta“ hringanóra sögunnar, „ekki fikta í tökkunum“, Margrét Blöndal grefst fyrir um Íslandsmetið í golfi, munurinn á Akureyringum og Reykvíkingum og forsetinn Kiddi frá Tjörn heimsækir spítalann. Og Ódi eltist við naktar stúlkur. Fyndnasta bók þessara jóla.

Þjóðar­ávarp­ið

Popúlísk þjóð­ernis­hyggja í hálfa öld

Þjóðernishugmyndir, popúlismi, upplýsingaóreiða og samsæriskenningar af ýmsu tagi hafa verið áberandi í umræðunni. Hvað veldur þessari þróun, hvert stefnum við? Dr. Eiríkur Bergmann fjallar um bylgjur þjóðernispopúlisma sem gengið hafa yfir undanfarna hálfa öld og segir frá helstu hreyfingum og leiðtogum, bakgrunni þeirra og sögu á aðgengilegan hátt.

Þórir Baldvins­son arkitekt

Þórir Baldvinsson (1901-1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í anda funksjónalisma og baráttumaður fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann veitti Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Í þessari bók er yfirlit verka Þóris ásamt greinum um líf hans og starf. Úlfur Kolka sá um hönnun. Bókina prýða margar ljósmyndir og teikningar.

Þrautseigja og mikilvægi ísl­enskrar tungu

Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku

Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku. Hvað gerði það að verkum að framtíð íslenskunnar var tryggð? Við sögu koma baráttumenn íslenskunnar og danskir áhugamenn um íslensku í þessari fyrstu rannsókn á tungumálanotkun og dönskum áhrifum á Íslandi á 18. og 19. öld.

Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi

Máni Pétursson, fyrrum útvarpsmaður og starfandi markþjálfi, kveður sér orðs og skrifar sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita að sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja.

Þvílíkar ófreskjur

Bókin er afrakstur rannsóknar á eðli og einkennum ritdóma í fjölmiðlum, virkni þeirra á íslensku bókmenntasviði og ógnandi en ótryggu valdi ritdómarans. Sérstakur gaumur er gefinn að þætti kvenna í þessari sögu, þar sem hann hefur hingað til ekki fengið athygli sem skyldi og í lokin er velt upp spurningum um framtíð ritdóma í nýju, tölvuvæddu umhverfi. Bókarheitið er sótt í fræ...

Þættir af sér­kennilegu fólki

Menning fátæktar

Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka í samfélögum fyrri tíðar og hvernig það bæði náði að þrauka þorrann og góuna og um leið að hafa áhrif á samtíð sína með margvíslegum hætti. Höfundar bókarinnar leita fanga í fjölbreyttum heimildum. Gerð er tilraun til að skilja „menningu fátæktar“, þ.e. hvernig Íslendingar gerðu ráð fyrir að fátækt þrifist hér á landi í ein...

Ættarnöfn á Íslandi

Átök um þjóðararf og ímyndir

Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Hér er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.