Útgefandi: Guðfinna Inga Sverrisdóttir

Ástin og svörin

Í þessari myndskreyttu bók eru 200 staðhæfingar sem eiga að svara spurningum um ástarmálin: Hvenær hitti ég sálufélaga minn? Er hann eða hún kannski handan við hornið? Af hverju geri ég sömu mistökin aftur og aftur? og svo frv. Hugleiddu hvað þú vilt vita um ástina og veldu tölu frá 1-200 og sjáðu hvort staðhæfingin eigi við spurningu þína.