Niðurstöður

  • LEÓ Bókaútgáfa

Dansað í friði

Marta er að stíga sín fyrstu skref fjarri heimahögum og vinum, í Háskóla Íslands. Vofveiflegur atburður fær hana til að taka stóra ákvörðun um líf sitt, ákvörðun sem verður að risavöxnu verkefni og dansinn verður fyrirferðamikill hluti af hennar framtíð.

Gabríel og skrýtna konan

Þegar draumfarir Gabríels og vina hans byrja að blandast saman við hin dulrænu öfl, getur atburðarásin leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga.

Kafteinn Ísland

Fyrsta íslenska ofurhetjan

Árið 2004 markaði endalok hetju. Enginn vissi hver það var sem fúslega gaf líf sitt svo aðrir gætu þrifist, þar til rithöfundurinn Fúsi Hjaltason skrifaði bók um Kaftein Ísland. Afdrifaríkt augnablik færir barnabarni Fúsa kristal sem sjálf hetjan bar og þegar Móa Líf tekur við kyndlinum gjörbreytist heimur hennar.

Marísól og sjóflugvélin

Marísól lendir í ævintýralegum aðstæðum og oft munar mjóu á því hvort hyldýpið hafi yfirhöndina eða hún sigri náttúruöflin.

Martröð á netinu

Tinnu finnst fátt skemmtilegra en að spila tölvuleiki og þegar nýr leikur birtist henni óvænt á skjánum verður hún þess vegna að prófa! Gamanið tekur þó enda þegar dularfullir atburðir fara að gerast og krakkar sem spila leikinn lenda í hinum ýmsu hremmingum. Tinna og vinir hennar verða að komast til botns í málinu áður en það verður um seinan.