Niðurstöður

  • LEÓ Bókaútgáfa

Artúr og álfa­prinsessurnar

minjagripur vandræða

Í konungshöll Paradísar býr Aldís drottning ásamt átján dætrum og einum syni. Frá því að prins Artúr man eftir sér hefur hann alltaf þráð að ganga á vit ævintýranna og þegar tvíburasysturnar Elddís og Ísdís þurfa að passa upp á litla bróður sinn, fara þær með hann í óvænt ferðalag að Heimsopinu. Þar gengur allt á afturfótunum en Artúr fær ósk sína uppfyllta.

Harður skellur

Fyrirsagnir fjölmiðla af alvarlegum umferðarslysum eru gjarnan eitthvað á þessa leið: Harður árekstur, lítil meiðsl. Er það virkilega svo? Nýrri tilvist eftir fyrirvaralaust og óafturkræft líkamstjón fylgja sorg og sárar tilfinningar, óheyrilegt álag og yfirþyrmandi streita. Í bókinni segir höfundur frá tveimur alvarlegum umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Sorg sinni og sig...

Langafi minn Supermann

jólastund

Sylvía snýr aftur til Ólafsfjarðar en í þetta sinn kemur öll fjölskyldan með í ferðalagið. Um leið og hún sér langafa sinn hjálpa bílstjóra sem er fastur í skafli, gufar hvíta hárið hans upp ásamt hrukkunum. Vindurinn fleytir skikkju hans í allar áttir og stórt ,S‘ blasir við henni. Langafi Supermann og Sylvía lenda í margs konar ævintýrum þar sem kettlingur festist uppi í tré,...

Martröð í Hafnarfirði

Jón Pétur, sem er að byrja í sjöunda bekk, hlakkar síður en svo til þess að hefja nýtt skólaár. Hann hefur alla tíð verið vinafár og fótboltastrákarnir áreita hann nánast daglega. Ekki skánar ástandið þegar bekkurinn fær nýjan kennara sem kemur krökkunum afar undarlega fyrir sjónir. Stuttu seinna fara skrítnir hlutir að gerast í Hafnarfirði þegar einn fótboltastrákanna hverfur ...

Pétur getur

Pétur er að byrja í fyrsta bekk í grunnskóla þar sem hann þekkir enga. Hann er feiminn og á erfitt með að kynnast hinum börnunum. Hann kynnist álfi að nafni Álfur og lenda þeir í alls kyns ævintýrum saman. Álfur hvetur Pétur til dáða og hann lærir að hann getur allt sem hann ætlar sér.

Síðasta tækifærið

Eftir afdrifaríkt spjall við Braghildi gömlu, ferðast Sandra og Karen aftur í tímann. Þegar þangað er komið bíður þeirra það stóra og mikilvæga verkefni að bjarga heiminum frá hættulegu loftslagsbreytingunum. Hefst þá mikið kapphlaup við tímann og alls kyns óvæntar uppákomur verða á vegi þeirra og eitt er víst að aðalverkefnið þarna er þeirra síðasta tækifæri til að bjarga heim...

Þetta verður langt líf

Danska listakonan StineStregen er þekkt í heimalandi sínu fyrir næmt auga, lipran penna og leiftrandi kímnigáfu. Í þessari myndasögubók varpar hún upp svipmyndum úr lífi unglingsstúlku, þar sem hún lýsir sorgum, gleði, áhyggjum og flækjum unglingsáranna. Allt frá hormónunum, félagsþrýstingnum og samfélagsmiðlunum til samskiptanna við eldri kynslóðina. Bráðskemmtileg bók fyrir a...

Ævintýri músa­drekans

Músin litla átti sér eina ósk heitasta, að verða stór svo hún gæti allt eins og stóru dýrin. Einn daginn rættist ósk hennar og hún hóf að gera allt það sem hana hafði langað til, en komst fljótt að því að stærðin er ekki allt.