Niðurstöður

  • MTH útgáfa

John Adderley - fyrsta bók

Að leikslokum

Þegar sænskættaði FBI-fulltrúinn John Adderley vaknar á sjúkrahúsi í Baltimore með skotsár á brjósti veit hann að hann er stálheppinn að vera á lífi. Á sömu sjúkrastofu liggur maðurinn sem beindi byssu að honum sólarhring áður. Að leikslokum er fyrsta bókin um John Adderley. Bókin var valin besta nýja glæpasagan í Svíþjóð 2020.

Á slóðum Akurnesinga

Þættir um mannlíf og sögu

Ásmundur Ólafsson kemur víða við á slóðum Akurnesinga í þessu greinasafni, allt frá landnámi til nútímans. Hann fjallar sem fyrr um sögu og fjölskrúðugt mannlífið á Skipaskaga af innsæi líkt og í fyrri bók sinni „Á Akranesi“ sem kom út árið 2016.

Jana Berzelius - 7. bók

Björninn sefur

Maður finnst myrtur á hrottalegan hátt á heimili sínu á afskekktum stað í nágrenni Norrköping. Í illa leiknu líkinu finnst bangsi og tuskudýrið leiðir Henrik Levin og Miu Bolander rannsóknarlögreglumenn til Filippu Falk sem starfaði áður hjá lögreglunni.

John Adderley - önnur bók

Hin systirin

Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skapað sér líf sem forritari og er höfundur að vinsælli stefnumótasíðu ásamt Stellu systur sinni. Stella er gullfalleg og er andlit fyrirtækis þeirra systra út á við. Þegar Stella er myrt veit Alicia að lífi hennar er líka stefnt í voða.

Sorprit og fleiri sögur

Hvað eiga samhent hjón í sumarleyfi, rithöfundur, sorphirðumaður, flugvallarstarfsmaður, skóbúðareigandi og fíkniefnasmyglari sameiginlegt? Jú, mikilvæg augnablik á lífsleiðinni eins og við öll upplifum. Stundum rötum við jafnvel í hættulegar aðstæður – og ef við sleppum frá þeim fáum við kannski svör við stórum spurningum.

Svona er Akranes

Friðþjófur Helgason hefur tekið ljósmyndir á Akranesi í hartnær hálfa öld og er hvergi nærri hættur. Myndasafn hans er einstök heimild um mannlíf, sögu og samfélagið á Skaganum.