Niðurstöður

  • Oran Books

Íkorninn óttaslegni

Íkorninn óttaslegni yfirgefur aldrei tréð sitt, hið ókunna er of hættulegt. Dag einn birtist boðflenna og íkorninn neyðist til að yfirgefa tréð en þá uppgötvar hann svolítið ótrúlegt. Var ekkert að óttast eftir allt saman? Lesendur velta fyrir sér uppruna hræðslu/kvíða, mikilvægi nýrra upplifana og ágæti þess að vera við öllu reiðubúin. (4-8 ára)

Stórfenglegasta undrið

Dag einn fær stúlka nokkur frábæra hugmynd - hún ætlar sér að skapa STÓRFENGLEGASTA UNDRIÐ! Hún er með skýra hugmynd um hvernig það á að virka og líta út, þetta verður ekkert mál! Verkefnið reynist þó flóknara en hún bjóst við í fyrstu. Snjöll, einlæg og skondin bók sem sýnir lesendanum gleðina sem fylgir bæði þrautseigju og sköpunargáfu. (4-8 ára)