Niðurstöður

  • Partus

Dúna

Á vatnslausri eyðimerkurplánetu þar sem dýrmætasta afurð alheimsins er framleidd ráða risavaxnir ódrepandi ormar ríkjum. Þegar Atreifsættin tekur við stjórn plánetunnar úr höndum hinna grimmu Harkonna hrindir það af stað örlagaríkri atburðarás sem ógnar valdhöfum um heima alla.

Fingramál

Í níundu ljóðabók sinni leiðir Guðrún lesandann „leikandi létt / burt frá landamærum þagnarinnar“ og með ósvikinni röddu birtir honum heiminn „með nýju letri / nýju gliti“ jafnt í björtum tónum sem myrkum, óþekktum sem kunnuglegum.