Útgefandi: Sögufélag, Þjóðskjalasafn Íslands og Ríkisskjalasafn Danmerkur

Landsnefndin fyrri. Den islandske Landkommission 1770-1771, VI

Skjöl Landsnefndarinnar fyrri gefa einstæða innsýn í íslenskt samfélag um 1770, en nefndin ferðaðist um Ísland og safnaði upplýsingum um land og þjóð. Í sjötta og síðasta bindi eru birt ýmis vinnugögn nefndarinnar þar sem hún tók fyrir efni eins og torfskurð, kálgarða eða sauðfjárpestina og ólík svör almennings, presta og embættismanna um þau.