Niðurstöður

  • Una útgáfuhús

Guð leitar að Salóme

Í örvæntingarfullri leit að kisunni sinni venur Salóme komur sínar á Kringlukrána til að skrifa bréf stíluð á Helgu. Með lifandi frásagnargleði afhjúpar hún sjálfa sig og leitar skilnings á fjölskyldusögunni, ástinni og sálarstríði ungrar konu í grátbroslegum smábæjarharmleik. Hér er á ferðinni martraðarkennd uppvaxtar- og ástarsaga úr rammíslenskum veruleika.

Kona lítur við

Gáskafullt og femínískt furðuverk í þremur hlutum, fullt af eftirminnilegum myndum og ögrandi meiningum. Víða er litið við, svo sem í sjó, saumaklúbbi, hárgreiðslustofu, bílskúr og fylgsni undarlegs óramanns. Ferðalaginu lýkur loks í stórbrotinni útópíu. Eftirtektarvert ljóðverk sem læðist aftan að lesendum.

Pólífónía af erl­endum uppruna

Úrval ljóða eftir fimmtán skáld af erlendum uppruna sem hafa sest að á Íslandi. Þetta er bók sem stækkar mengið og kynnir til leiks nýjar og áhrifaríkar raddir. Þetta er bók full af ljóðrænni túlkun á bæði í senn framandi og kunnuglegum reynsluheimi íbúa af erlendum uppruna. Þetta er löngu tímabær fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi.

Sjálfsævisaga Alice B. Toklas

Í upphafi 20. aldar flykktust snillingar til Parísar og stóðu fyrir innreið nútímans í listum. Allir söfnuðust þeir saman á vinnustofu Gertrude Stein. Þar sáust listmálarar á borð við Picasso, Matisse og Cézanne, og rithöfundar eins og Hemingway, Fitzgerald og margir fleiri. Í þessari einstöku sjálfsævisögu segir Gertrude Stein frá þessum tíma á óborganlegan hátt.

Umframfram­leiðsla

Frumraun Tómasar á ritvellinum, en hann hefur vakið athygli fyrir dagskrárgerð í útvarpi. Ljóðabálkurinn er rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Fjallað er um leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu og tilraunir til að orða það sem ekki fæst orðað, þegar hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna.

Það sem hangir um hálsinn

Í tólf grípandi sögum fjallar nígeríski metsöluhöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie af miklu tilfinninganæmi um stöðu kvenna í karlasamfélagi, sambönd foreldra og barna í síbreytilegum heimi, þjóðfélagslegan óstöðugleika í Afríku og upplifun innflytjenda í Bandaríkjunum. Þetta er heillandi sagnaheimur úr smiðju rithöfundar sem er óhræddur við að kafa djúpt í vandamál nútímans.

Þægindaramma­gerðin

Sögur

Er þægindaramminn úr sér genginn? Veldur hann ómældum óþægindum? Við bjóðum smásögur eftir sextán upprennandi rithöfunda sem gætu endurnýjað rammann. Hér birtast ógreinileg spor, afskekktur viti, fiðrildi, bréfaskriftir, garðyrkja, draumkennd sambönd, barn með brjóst og annað með rófu, skrifstofuangist og langar göngur. Sendu okkur mál og við sníðum þægindaramma eftir þörfum.