Útgefandi: Veröld

Snjór í paradís

Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið. Snjór í paradís er mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.

Strákar sem meiða

Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Elma, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst.

Utan garðs

Eftir 27 ár neyðast Júlía og bróðir hennar til að halda aftur heim á æskuslóðirnar. Sem unglingum var þeim útskúfað úr þessu litla samfélagi og Júlía kemst fljótlega að því að það hefur ekkert breyst – þau eru enn talin hafa hafa framið alvarlega glæpi. En minningabrotin raðast saman og afhjúpa hvað gerðist og hverjir frömdu þessa hrottalegu glæpi.

Þú

Halla Gunnarsdóttir yrkir hér um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns. Hún lýsir átökunum, sársaukanum og gleðinni en inn á milli skjóta upp kollinum kómískir atburðir sem eiga sér stað mitt í þessu tilfinningaróti.