Merking

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn réttlátara. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sem snertir líf persónanna með ólíkum hætti. Merking er fyrsta skáldsaga eins eftirtektarverðasta höfundar landsins, saga um pólaríseringu, fordóma og samkennd. Hún hlaut frábærar viðtökur þegar hún kom út og útgáfurétturinn hefur þegar verið seldur til fjölmargra landa.