Sextíu kíló af kjaftshöggum

Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. En dag einn vilja stórhuga framtíðarmenn kaupa gömlu Skriðujörðina af fóstra Gests. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, líkt og Sextíu kíló af sólskini 2018.