Höfundur: Auður Aðalsteinsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Brim Hvít Sýn Jóna Hlíf Halldórsdóttir Ástríki útgáfa Brim Hvít Sýn fjallar um myndlist Jónu Hlífar Halldórsdóttur, innsetningar og textaverk, og inniheldur úrval ljósmynda af verkum hennar, um 100 myndir, auk texta og upplýsinga um sýningar. Í bókinni eru jafnframt greinar og umfjöllun um verk Jónu Hlífar.
Fléttur VI Loftslagsvá og jafnrétti Háskólaútgáfan Sjötta bókin í ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum er þverfaglegt greinasafn um loftslagsvá út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Í bókinni eru margþætt tengsl loftslagsbreytinga, kynjajafnréttis og samfélagslegs réttlætis tekin til greiningar og þannig stuðlað að víðtækari skilningi á þessu stærsta viðfangsefni samtímans.
Hamfarir í bókmenntum og listum Auður Aðalsteinsdóttir Háskólaútgáfan Náttúra og loftslag jarðar eru þegar farin að umbreytast vegna hamfarahlýnunar, fjöldaútrýmingar og annarra tengdra umhverfisógna. Í þessari bók er fjallað um það hvernig aukin meðvitund um þessar umhverfiskrísur og um víxlverkun allra þátta í vistkerfi okkar, mennskra og ekki-mennskra, birtist í samtímabókmenntum og -myndlist.
Þvílíkar ófreskjur Auður Aðalsteinsdóttir Bókaútgáfan Sæmundur Bókin er afrakstur rannsóknar á eðli og einkennum ritdóma í fjölmiðlum, virkni þeirra á íslensku bókmenntasviði og ógnandi en ótryggu valdi ritdómarans. Sérstakur gaumur er gefinn að þætti kvenna í þessari sögu, þar sem hann hefur hingað til ekki fengið athygli sem skyldi og í lokin er velt upp spurningum um framtíð ritdóma í nýju, tölvuvæddu um...