Höfundur: Friedrich Nietzsche

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Andkristur

Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche er og verður óþekktarormur evrópskrar heimspeki. Andkristur er eitt síðustu verka hans og sameinar marga helstu kosti hans (og galla) í eldskarpri greiningu sem kallast á við niðursallandi yfirlýsingar. Ritið gefur þó fyrst og fremst einstaka innsýn í gagnrýni hans á kristindóminn og evrópska siðmenningu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Lærdómdsrit Bókmenntafélagsins Af sifjafræði siðferðisins Friedrich Nietzsche Hið íslenska bókmenntafélag Af sifjafræði siðferðisins er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er skýrust og beittust. Ritið er skrifað um sama leyti og Handan góðs og ills, sem komið hefur út í röð Lærdómsrita, og hverfist að mörgu leyti um sömu spurningar en tekur á þeim á beinskeyttari hátt.
Handan góðs og ills Friedrich Nietzsche Hið íslenska bókmenntafélag Nietzsche er líkast til sá heimspekingur sem frægastur er utan raða fræðimanna, hann er í senn dáður og alræmdur. Handan góðs og ills er eitt af höfuðverkum Nietzsches og að mörgu leyti besti inngangurinn að heimspeki hans.