Höfundur: Jakub Stachowiak

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Skáldreki Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna angela rawlings, Ewa Marcinek, Francesca Cricelli, Giti Chandra, Helen Cova, Jakub Stachowiak, Joachim B. Schmidt, Margrét Ann Thors, Mazen Maarouf og Natasha S. Benedikt bókaútgáfa Innflytjendur á Íslandi hefur auðgað menningu landsins. Hér segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Writers Adrift.
Stjörnufallseyjur Jakub Stachowiak Dimma Draumkennd frásögn um söknuð og sorg dregur fram andstæður í hverfulum heimi. Líkamar skjálfa, borgir verða að lófum, hornlausir einhyrningar birtast og gamlar konur baða sig við ljósið í myrkrinu. Og svo eru líka leyndardómsfullar dyr, hvít hús sem fljóta á nætursvörtu vatni og hvíslandi trjágreinar.