Höfundur: Stefán Máni

Borg hinna dauðu

Föstudagskvöld nokkurt í september yfirgefur hin 19 ára gamla Sigríður Bella Ólafsdóttir heimili sitt við Dragaveg. Hún segir engum hvert hún er að fara. Þegar hún skilar sér ekki heim hringja foreldrarnir á lögregluna. Það er eins og jörðin hafi gleypt dóttur þeirra. Spennan er yfirþyrmandi þegar Hörður Grímsson glímir við sitt flóknasta mál.

Hrafnskló

Kinga Jedynak er sextán ára. Pabbi hennar lést í vinnuslysi þegar hún var tólf ára og síðan þá hefur mamma hennar unnið myrkranna á milli til að framfleyta þeim. Kinga var rekin úr Hólabrekkuskóla fyrir ofbeldi og á kærasta sem er dópsali. En hún er enginn vitleysingur.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Horfnar Stefán Máni Sögur útgáfa Það er sumarbjart og sólin skín við Kirkjubæjarklaustur. Tvær þýskar vinkonur á bakpokaferðalagi heillast af stórbrotinni náttúrunni. Undir friðsælu yfirborðinu við Klaustur leynast þó myrk leyndarmál sem stúlkurnar tvær vilja ekki vita af. Hörður Grímsson lögreglumaður er mættur að Klaustri til afleysinga. Þar gerist aldrei neitt. Að han...
Hungur Stefán Máni Sögur útgáfa Lögreglan í Reykjavík fær tilkynningu um dularfullt mannshvarf. Ungur maður frá Vestfjörðum sem ætlaði að tjalda í borgarlandinu er horfinn sporlaust. Nokkru síðar er tilkynnt um hrottalegt morð um hábjartan dag á heimili í nágrenni Elliðaárdals. Hörður Grímsson telur að málin tengist og að hryllingnum sé ekki lokið. Hið illa er komið á kreik.