Útgefandi: Bjartur

Bölvunin

Bölvunin er saga um morð og þá sem lifa áfram. Um arfleifð og sekt, tímann og ástina. Hún hlaut frábærar viðtökur við útkomu í Svíþjóð, var tilnefnd sem spennusaga ársins og hefur síðan komið út víða um heim við mikið lof. "Stórkostlega byggð skáldsaga." Aftonbladet.

Högni

Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.

Maður lifandi

Kristinn Óli S. Haraldsson, þekktur sem helmingur dúettsins Jói Pé og Króli, glímdi lengi við þunglyndi og tilvistarangist. Ein leið hans út úr vandanum var að skrifa ljóð og texta þar sem hann tekst á við sjálfan sig og tilveruna. Þeir koma hér á bók ásamt áhrifamiklum myndverkum eftir Axel Magnús, Isak Emanúel Glad og Jóhannes Darmian.

Tálknfirðingur BA

Ólafur Sveinn Jóhannesson sló í gegn með ljóðabók sinni Klettur – ljóð úr sprungum, sem fékk afbragðs dóma og var tilnefnd til ljóðabókaverðlaunanna, Maístjörnunnar. Hér heldur hann áfram að yrkja um sína heimabyggð af einlægni og dregur upp áhrifamiklar myndir af mannlífi og tilveru fyrir vestan af næmri tilfinningu og húmor.

Vandamál vina minna

Vandamál vina minna er fágætlega heilsteypt og meitluð ljóðabók þar sem Harpa Rún Kristjánsdóttir tekst á við það hlutskipti að vera kona, að vera manneskja, að vera vinur ... Myndvísi hennar og traust tök á ljóðmáli leiða til þess að ljóð hennar tjá hughrif og kenndir á óvenju áhrifamikinn hátt og verða lesendum minnisstæð.

Vöggudýrabær

Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem þar voru vistuð framan af barnæskunni. Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.