Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Litlasti jakinn

Myndrík rímsaga um hana Dísu sem er minnsti jakuxinn í hjörðinni og dreymir um að verða stór eins og hinir. Dísa á þó eftir að komast að því að þótt hún sé smá er hún fullkomin nákvæmlega eins og hún er, því að sumt er nefnilega bara á lítilla jaka færi! Dásamleg rímsaga sem sýnir að öll höfum við eitthvað fram að færa.

Múmínálfarnir og Hafshljómsveitin

Hugljúf endursögn úr Minningum múmínpabba eftir Tove Jansson. Múmínfjölskyldan siglir um höfin og lendir í ótal ævintýrum: þau bjarga frænku hemúlsins úr lífsháska, leggja lævísa gildru fyrir risavaxinn dronta og hitta dularfullar slímloppur. En besta ævintýrið bíður þeirra heima. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Skilaboðaskjóðan

Putti þráir ekkert heitar en að lenda í ævintýrum. En þegar Nátttröllið ógurlega rænir honum og lokar inni í helli er Putti ekki alveg viss um að þetta ævintýri endi nógu vel. Ástsæl og æsispennandi saga sem er loksins fáanleg á ný – fyrir alla ævintýraþyrsta krakka með nef fyrir góðum uppfinningum.