Niðurstöður

  • Holly Webb

Kettlingur kallaður Tígur

Eva og systur hennar mega loks eignast kettling. Þegar Tígur er kominn til þeirra fer hann að valda þeim áhyggjum með uppátækjum sínum. Einn daginn hverfur Tígur og Eva er alveg viss um að hann sé búinn að koma sér í vandræði, og hún verði að koma honum til hjálpar sem fyrst – en til þess þarf hún að vera næstum því jafnhugrökk og Tígur!

Óskar var ein­mana um jólin

Hanna er ánægð með Óskar, hvolpinn sem hún eignaðist nýlega, og vildi helst alltaf vera hjá honum. Það getur Hanna hins vegar ekki vegna skólans og æfinga fyrir jólaleikritið þar. Á meðan Hanna er í burtu þá leiðist Óskari alveg óskaplega mikið – hann getur bara ekki skilið af hverju Hanna getur ekki verið meira hjá honum.