Niðurstöður

  • Hannyrðir, íþróttir og útivist

171 Ísland

Áfangastaðir í alfaraleið

Ítarleg og stórskemmtileg ferðahandbók sem veitir nýja sýn á náttúru landsins og varpar ljósi á þjóðarsöguna og þjóðarsálina. Hér er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði og sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum...

Dagbók urriða

Ólafur Tómas Guðbjartsson hefur staðið við bakkann með veiðistöng í hönd við hvert tækifæri síðustu 30 ár og nú miðlar hann fróðleik í nafni Dagbókar urriða, meðal annars í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum. Bók þessi er óður Ólafs til veiðinnar og náttúrunnar. Í henni má finna fyndnar og merkilegar sögur, frásagnir af baráttum við ótal fiska á fjölbreyttum slóðum og fróðleik um sj...

Fjallamenn

Hin merka ferðabók Fjallamenn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal kemur nú fyrir sjónir lesenda endurútgefin en hún kom fyrst út árið 1946. Þetta stórvirki inniheldur ferðaþætti frá byggðum og óbyggðum Íslands, meðal annars frá hinum dulrömmu slóðum útilegumanna, glitrandi snæbreiðum Suðurjökla, gosstöðvum Grímsvatna og auðnum hálendisins og loks veiðisögur frá straumvötnum og b...

Gönguleiðir á hálendinu

Gönguleiðir á hálendinu hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Þar að auki má finna sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem gengið er hverju sinni. Í bókinni er einnig ...

Ferðakort 1:250 000

Hálendið

Vandað landshlutakort með hæðarskyggingu og 50 metra hæðarlínubili auk nýjustu upplýsinga um vegi, vegnúmer og ferðaþjónustu, s.s. sundlaugar, söfn, friðlýstar minjar, golfvelli o.fl. Ný útg. 2021. Blaðstærð: 86 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Prjónafjelagið

Heim­ferðar­sett

Í Heimferðarsettum eru prjónauppskriftir að peysum, húfum, samfellum og öðru fallegu og fínlegu fyrir yngstu börnin. Uppskriftirnar eru fyrir börn frá fæðingu og upp í sex mánaða aldur.

Hjólabókin. 3. & 4. bók framhald

3. bók: Suðurnes og nágrenni 4. bók: Árnesþing

Gömlu Hjólabækurnar um Suðvesturland og Árnessýslu eru uppseldar. Svona bækur úreldast hratt í síbreytilegu samfélagi. Hér eru glænýjar leiðalýsingar. Lang flestum hringleiðunum hefur ekki verið lýst í fyrri bókum.

Ferðakort - 1:500 000

Ísland

Vandað heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og nýjustu upplýsingum um vegi, vegalengdir og vegnúmer. Kortið sýnir allt landið á einu blaði og því fylgir skrá með yfir 3.000 örnefnum. Ný útg. 2021. Blaðstærð: 78,5 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Ísland-Ferðakorta­bók með þéttbýlis­kortum

Ferðakortabók í handhægu broti með þéttbýliskortum (mælikv. 1:500:000). Upplýsingar um vegakerfi landsins, vegalengdir og vegnúmer, en einnig um bensínstöðvar, tjaldsvæði, sundlaugar, söfn o.fl. Jafnframt eru í bókinni gróður- og jarðfræðikort og ítarleg örnefnaskrá. Ómissandi ferðafélagi!

Ísland - Vegaatlas

Vegaatlasinn er í mælikv. 1:200 000 og inniheldur auk vegakorta ýmis þemakort um útivist (golfvelli, sundlaugar og skíðasvæði) og söfn, en einnig gróður- og jarðfræðikort. Ítarleg nafnaskrá fylgir. Vegaatlasinn er samanlagður (16 x 31 cm) í vandaðri öskju, 60 cm á breidd. Ný útg. 2021. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Íslensk knatt­spyrna 2021

Ómissandi bók í safn alls knattspyrnuáhugafólks. Allt frá árinu 1981 hefur Víðir Sigurðsson haldið úti gríðarlegri heimildavinnu um íslenska knattspyrnu, mögnuðu starfi sem á sér enga hliðstæðu. Á 40. afmælisárinu er ekki brugðið út af vananum, því hér fjallar Víðir um hið viðburðaríka knattspyrnuár 2021 af sinni alkunnu snilli.

Prjónafjelagið

Leikskólaföt 1

Úrval prjónauppskrifta að fallegum flíkum fyrir börn á leikskólaaldri. Fjölbreytt verkefni fyrir bæði byrjendur og lengra komna prjónara.

Ljúflingar

– prjónað fyrir útivistina

Yfir 40 prjónauppskriftir að fallegum og sígildum flíkum á alla fjölskylduna. Fjölbreyttar uppskriftir að útivistarfatnaði fyrir allar árstíðir, hvort sem leiðin liggur upp til fjalla, í siglingu, á skíði eða ströndina.

Lopa­peysu­bókin

– handverk, saga og hönnun

Í Lopa­peysu­bókin – handverk, saga og hönnun er kennt á einfaldan hátt að prjóna lopapeysu og uppskriftir eru fyrir börn frá sex mánaða aldri og upp í stærðir fyrir fullorðna. Í bókinni er margs konar fróðleikur um prjónaskap, lopa og frágang á íslensku lopa­peys­unni. Einnig fáanleg á ensku.

Lopi 41

Ístex 30 ára

Bókin inniheldur 30 fjölbreyttar prjónauppskriftir fyrir lopa. Ístex gefur út prjónabók árlega, í ár er prjónabókin einkar vegleg í tilefni af 30 ára afmæli Ístex. Í bókinni má einnig finna skemmtilegar myndir úr verksmiðju Ístex.

Norðausturland

Vandað landshlutakort með hæðarskyggingu og 50 metra hæðarlínubili auk nýjustu upplýsinga um vegi, vegnúmer og ferðaþjónustu, s.s. sundlaugar, söfn, friðlýstar minjar, golfvelli o.fl. Ný útg. 2021. Blaðstærð: 86 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Ferðakort 1:250 000

Norðvesturland

Vandað landshlutakort með hæðarskyggingu og 50 metra hæðarlínubili auk nýjustu upplýsinga um vegi, vegnúmer og ferðaþjónustu, s.s. sundlaugar, söfn, friðlýstar minjar, golfvelli o.fl. Ný útg. 2021. Blaðstærð: 86 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Prjóna­biblían

Einstök íslensk upp­fletti­bók um prjón­tækni og um leið hug­mynda­banki fyrir munstur­gerð og prjóna­hönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Eitt hundrað út­prjóns­munstur eru í bókinni og ítarlega farið yfir öll grunnatriði í prjóni. Fjölmargar skýringar­myndir og ljósmyndir prýða bókina. Þetta er ómissandi grund­vallar­ri...