Íþróttir og útivist

Fær í flestan sjó

Synt í íslenskri náttúru

Kristín hafði stundað sjósund í nokkur ár þegar hún ákvað, í tilefni af sextugsafmæli sínu, að synda á sextíu nýjum stöðum á landinu. Afraksturinn af ferðalögum hennar og eiginmanns hennar er þessi dásamlega fallega ferðabók sem fléttar saman stemningu, fróðleik og hagnýtar leiðbeiningar um heila 83 sundstaði um allt land.

Gönguleiðir á Reykjanesi

Lifandi leiðarlýsingar, kort og GPS-hnit tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga. Gönguleiðirnar eru innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða.

Haaland

– sá hættulegasti

Erling Braut Haaland! Norska undrið sem þaut sem hvirfilbylur yfir knattspyrnuheiminn. Hann hættir ekki að skora og enginn kann að verjast honum. Mótherjar kalla hann skepnu, ómennskan. Er hann sá hættulegasti í sögunni - og bara rétt að byrja? Kynnumst sögu undradrengsins, æskunni og hröðum uppgangi í hressandi frásögn skreyttri frábærum myndum.

Hetjurnar á HM

Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsti íþróttaviðburður veraldar. Það er sama hvað hver segir, engin íþrótt jafnast á við fótbolta að dramatík, vinsældum og spennu. Og engin keppni jafnast á við HM í fótbolta, sem haldin er á fjögurra ára fresti. HM 2022 er beðið með óþreyju um allan heim. Lestu allt um hetjurnar á HM!

Íslensk knattspyrna 2022

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2022 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.

Jógagleði

Í Jógagleði finnurðu allt sem hjálpar þér að byggja upp innri styrk, hamingju og þrautseigju til að finna leið þína í nútímanum, hvort sem þú er byrjandi eða langar til að dýpka iðkun þína. Hannah Barrett, jóga- og íhugunarkennari, sýnir hvernig þú getur tileinkað þér meginreglur og hugsunarhátt jóga og gert það að hluta daglegs lífs.

Knattspyrnubærinn

100 ára knattspyrnusaga Akraness

ÍA vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfuðborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugi og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Hér er saga knattspyrnunnar á Akranesi rakin í máli og myndum frá 1922 til okkar dags og knattspyrnuiðkun beggja kynja gerð góð skil.

Sérkort 1:200 000 Snæfellsnes - Borgarfjörður

Vandað og handhægt kort yfir vinsælt landsvæði á Íslandi. Á kortinu eru einnig ljósmyndir og upplýsingar um helstu ferðamannastaði á svæðinu. Kortið er unnið eftir nýjustu stafrænum gögnum og þar eru helstu upplýsingar um vegi, vegalengdir og ferðaþjónustu. Mælikvarði: 1:200 000. Blaðstærð: 41 x 100 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska, franska.

Stjörnurnar í NBA

Bandaríski körfuboltinn er ein vinsælasta íþrótt heims og stjörnur NBA þær stærstu í sögunni. NBA-deildin hefur lengi notið mikilla vinsælda á Íslandi en aldrei eins og nú. Hér tekur höfundurinn og íþróttafréttamaðurinn snjalli Kjartan Atli Kjartansson saman alla þá leikmenn sem skipta máli í sögu keppninnar og auðvitað alla þá heitustu í dag.