Íþróttir og útivist

Síða 1 af 2

Allt um fótboltaheiminn

Búðu þig undir að fara í langa og spennandi fótboltaferð um rúm og tíma. Þú munt heimsækja allar heimsálfur fótboltans, skoða stærstu leikvangana, mæta á bestu leiki sögunnar, sjá frægustu mörkin, dást að stærstu stjörnunum og þú átt eftir að lesa margar ótrúlegar sögur frá öllum heimshornum. Góða skemmtun! 

Bíll og bakpoki

16 gönguleiðir sem enda þar sem þær hófust – við bílinn

Útivistarfólk fagnar jafnan nýjum gönguleiðum um fjölbreytta náttúru landsins. Bókin Bíll og bakpoki birtist hér uppfærð og nýjum gönguleiðum hefur verið bætt við. Farið er um gróið land, auðnir fjarri almannaleiðum, eyðibyggðir og leyndar perlur í grennd við þéttbýli. Allar leiðirnar enda á sama stað og þær hófust – við bíl...

Fagrakort Fagra ferðamanna­kortið af Íslandi

The Beautiful Tourist Map of Iceland

Smári teiknaði þetta kort með eigin hendi. Á því eru flestir áfangastaðir ferðafólks sýndir. En líka landið á milli þeirra. Allt Ísland er fallegt, ekki bara frægu ferðamannastaðirnir. Sérstakar myndir af öllum bæjum og þorpum landsins eru á kortinu. Fyrir börn og fullorðna. Stærð korts: 84 x 119 sentimetrar. Fáanlegt bæði upprúllað og samanbrotið.

1:500 000 Ferðakort - Ísland

Vandað heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og nýjustu upplýsingum um vegi, vegalengdir og vegnúmer. Kortið sýnir allt landið á einu blaði og því fylgir skrá með yfir 3.000 örnefnum sem hægt er að nálgast með QR-kóða. Ný útg. 2025. Blaðstærð: 78,5 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Ferðakort - Ísland Vegaatlas

Vegaatlasinn er í mælikv. 1:200 000 og inniheldur auk vegakorta ýmis þemakort um útivist (golfvelli, sundlaugar og skíðasvæði) og söfn, en einnig gróður- og jarðfræðikort. Ítarleg nafnaskrá fylgir. Vegaatlasinn er samanlagður (16 x 31 cm) í vandaðri öskju, 60 cm á breidd. Ný útg. 2025. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Hetjurnar á HM 2026

Bestu leikmenn heims undirbúa sig fyrir stærsta sviðið! HM karla 2026 verður stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Hundruð frábærra fótboltamanna munu leggja sig alla fram fyrir land sitt og þjóð – en hverjir munu skara fram úr? Verður Haaland markakóngur? Verður Mbappé besti maður mótsins? Verður Lamine Yamal alheimsstjarna? Verður Messi með?

Íslensk knattspyrna 2025

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.