Þýdd skáldverk

1984

Nítján hundruð áttatíu og fjögur

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar.

Ástríðan í fjöllunum

Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum. Það hefur rofað til í lífi Helenu sem leitaði skjóls í fjöllunum þegar líf hennar hrundi. Hún rekur Vöffluhús Hildu af dugnaði en þráir eitthvað meira. Helena er heilluð af sögu Hildu og þegar hún rekst á eyðibýlið þar sem Hilda bjó er eins og fortíð Hildu tali til hennar.

Österlen-morðin Banvænn fundur

Morð er framið á stóra fornmunamarkaðinum sem haldinn er árlega á Österlen. Lögreglumaðurinn reglufasti, Peter Vinston, er í fríi í grenndinni og fyrir tilviljun lendir hann í því að leysa málið ásamt lögreglukonu staðarins. Þetta er önnur sagan í bókaflokknum um Österlen-morðin en sú fyrsta, Dauðinn á opnu húsi, hlaut afar góðar viðtökur.

Biblía Dorés

Nafnlaus sögumaður tekur að sér að segja sögu Gustave Dorés (1832–1883), eins þekktasta bókaskreytis nítjándu aldar. Sagan af Doré verður hins vegar saga hins nafnlausa öryrkja sem hefur skapað veröld sína með stuðningi úr biblíumyndum Dorés en af ævi listamannsins segir fátt.

Billy Budd

Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða.

Drottningarnar í Garðinum

Kynlífsverkakonur eru á næturrölti. Encarna frænka finnur barn sem hún tekur að sér, eins og hún hefur tekið að sér margar útskúfaðar konur. Í húsinu hennar finnst skjól fyrir ógnum og ofbeldi af hálfu kúnna, lögreglu og ástmanna. Mállaus kona breytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf.

Eldhiti

Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.

Fóstur

Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og veit ekki hvenær hún fer aftur heim. Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá. En eitthvað er ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd.

Frönsk framúrstefna

Sartre, Genet, Tardieu

Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki. Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra. Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu. Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra.