Þýdd skáldverk

1984

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...

Österlen-morðin Banvænn fundur

Morð er framið á stóra fornmunamarkaðinum sem haldinn er árlega á Österlen. Lögreglumaðurinn reglufasti, Peter Vinston, er í fríi í grenndinni og fyrir tilviljun lendir hann í því að leysa málið ásamt lögreglukonu staðarins. Þetta er önnur sagan í bókaflokknum um Österlen-morðin en sú fyrsta, Dauðinn á opnu húsi, hlaut afar góðar viðtökur.

Drottningarnar í Garðinum

Kynlífsverkakonur eru á næturrölti. Encarna frænka finnur barn sem hún tekur að sér, eins og hún hefur tekið að sér margar útskúfaðar konur. Í húsinu hennar finnst skjól fyrir ógnum og ofbeldi af hálfu kúnna, lögreglu og ástmanna. Mállaus kona breytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf.

Eldhiti

Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.

Fóstur

Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og veit ekki hvenær hún fer aftur heim. Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá. En eitthvað er ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd.

Fyndin saga

Daphne hafði alltaf elskað hvernig Peter sagði söguna þeirra. Hvernig þau kynntust á stormasömum degi, urðu ástfangin og fluttu aftur í heimabæ hans við vatnið til að hefja líf sitt saman. Hann var rosalega góður í að segja hana. Eða þangað til hann áttaði sig á því að hann væri í raun og veru ástfanginn af Petru æskuvinkonu sinni.

Grimmlyndi

Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og getur alls ekki verið verið morðinginn. Allt bendir til að „Hinn“ hafi verið að verki en það var nafnið sem blöðin gáfu félaga Kerrs sem aldrei fannst ...

Handfylli moldar

Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu sem er ...

Hlaupavargur

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð. Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins. Gömul minni kallast fram í huga hans.

Hrein

Estela situr inni, borin þungum sökum. Hún rekur sögu sína frá því hún flutti til borgarinnar og ræð sig í vist á heimili velstæðra hjóna. Þar vann hún húsverkin og sinnti barni í sjö ár, sem var langur tími þegar valdaójafnvægið er yfirþyrmandi og félagsleg einangrun algjör. Hún ætti að vera farin aftur heim en einn daginn er það orðið of seint.

Í landi sársaukans

Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók.