Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undar­legu veröld

Látin vændiskona liggur í ruslatunnu í skuggasundi og rifjar upp ævi sína: Uppvaxtarárin á íhaldssömu heimili, miskunnarlaust lífið á hóruhúsum Istanbul og dýrmæta vináttuna við annað utangarðsfólk – vináttu sem reynist ná langt út yfir gröf og dauða. Höfundurinn hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.

1794

Vaktarinn einhenti, Mikael Cardell, fær óvænta heimsókn þegar fátæk kona leitar til hans með undarlegt erindi. Hún er sannfærð um að dóttir hennar hafi verið myrt á brúðkaupsnóttina en kemur alls staðar að lokuðum dyrum. 1794 er önnur bókin í þríleik en fyrsta bókin, 1793, sló í gegn þegar hún kom út.

Að borða Búdda

Að borða Búdda

Líf og dauði í tíbeskum bæ

Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Demick varpar ljósi á menningu sem hefur verið rómantíseruð af Vesturlandabúum og hvað það þýðir að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita mennin...

Að borða Búdda

Að borða Búdda

Líf og dauði í tíbeskum bæ

Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Demick varpar ljósi á menningu sem hefur verið rómantíseruð af Vesturlandabúum og hvað það þýðir að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita mennin...

Aðeins eitt leyndarmál

Isobel Sørensen er umhyggjusamur læknir. Hjálparsamtökin sem hún á aðild að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Hinn stórauðugi Alexander de la Grip, sem Isobel hafði einu sinni sagt að fara til fjandans, er hættur að styrkja samtökin. Önnur skáldsaga Simonu Ahrnstedt í syrpu ástarsagna úr nútímanum — um sterkar konur, æsilegt ráðabrugg og ástarævintýri.

Ameríka

Ameríka er ein þeirra sagna sem Franz Kafka skildi eftir sig ófullgerðar þegar hann lést 1924. Hér segir frá Karli Rossmann, evrópskum unglingi sem kemur til New York og er staðráðinn í að standa sig en lendir í lygilegum ævintýrum og slæmum félagsskap. Íslensk þýðing sögunnar kom fyrst út 1998 en hefur nú verið endurskoðuð og skrifaður nýr og fróðlegur eftirmáli.

Arktúrus

Í slagtogi með tvíeykinu Krag og Náttfara lendir Grímur á plánetunni Raun sem hringsólar í kringum tvístirnið Arktúrus. Fljótlega kemur í ljós að ferðin býr yfir kynngimögnuðum tilgangi sem endar á ógleymanlegri opinberun. Arktúrus er brautryðjendaverk sem snertir á dýpstu rökum tilverunnar og telst ein merkasta neðanjarðarskáldsaga tuttugustu aldarinnar.

Augu Rigels

Áhrifamikil saga um sterka konu, framhald bókanna Hin ósýnilegu og Hvítt haf. Lífið er fallið í fastar skorður eftir stríðið en Ingrid á einhverju ólokið og hún leggur af stað í langferð með tíu mánaða dóttur sína á bakinu í leit að ástmanni sínum. Hún rekur slóð hans en hefur stöðugt á tilfinningunni að hún fái ekki að heyra allan sannleikann.

Áramótaveislan

Afar spennandi og grípandi morðgáta. Lucy Foley er einn athyglisverðasti sakamálahöfundur Breta. Áramótaveislan er fyrsta sakamálabók hennar. Gamlir vinir koma saman til að fagna áramótum í afskekktum veiðiskála í óbyggðum Skotlands. Slungin frásögn, þrungin raunverulegri ógn.

Ást

„24 tímar, brúðkaup, fjölskylda, allt er í stakasta lagi. Símtal og allt fer úrskeiðis. Lífið byrjar.“ Ást er tilfinningaþrungin og gáskafull saga sem fangar hug lesenda sinna.

Bakaríið Vest

Sigríður lifir ljúfu lífi í borginni, stundar stefnumót með misspennandi mönnum og sækir heilsulindir með vinkonu sinni. Jólaplön Sigríðar fara út um þúfur þegar bróðir hennar lendir í bílslysi og hún þarf að halda til gamla heimabæjarins og taka við rekstri Bakarísins Vest sem reynist vera í járnum. Sigríður þarf að taka á öllu sínu til að halda bakaríinu gangandi.

Barnalestin

Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og allt er í rúst. Fjölmörg börn úr borginni eru send til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Sum snúa aldrei aftur. Ljúfsár og heillandi saga byggð á sönnum atburðum, um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög.

Blindgöng

Sonja og Daniel ákveða að stokka upp líf sitt og festa kaup á vínbúgarði í Tékklandi – í héraði sem eitt sinn var kallað Súdetaland. Þau finna göng undir honum – og í þeim gamalt lík af ungum dreng. Þar með er rifið ofan af gömlu sári sem á rætur að rekja til Þýskalands nasismans.

Bréfið

Tina Craig þráir að losna frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Hún vinnur myrkranna á milli til að safna fé svo að hún geti farið frá honum og er auk þess í sjálfboðavinnu í nytjaverslun. Hún finnur gamalt bréf í not-uðum jakkafötum í búðinni. Tina opnar bréfið - og allt breytist.

Brúðarkjóllinn

Barnfóstran Sophie er þjökuð af skelfilegum minningaleiftrum úr fortíðinni og öllu sem henni tekst ekki að muna og hún vill ekki muna. Þegar litli drengurinn sem hún gætir er myrtur og sönnunargögnin benda á hana fer hún í felur, lifir á jaðri samfélagsins. Lögreglan finnur hana ekki – en einhver veit hvar hún er og fylgist með hverju skrefi hennar.

Casar Birotteau

Cesar Birotteau er ein af stóru skáldsögum Balzacs og hefur alla tíð notið mikillar hylli. Cesar kemur bláfátækur unglingur til Parísar og fær vinnu í ilmvöruverslun. Með dugnaði og hollustu vinnur hann sig í áliti og verður loks eigandi verslunarinnar. En Cesar er nú kominn í hringiðu hinnar gjörspilltu borgarastéttar og glæsiferill hans endar með gjaldþroti ...

Dauða­­hliðið

Þegar harðnaglinn Reacher sér hring í glugga veðlánarabúðar í Wisconsin ákveður hann að leita uppi konuna sem átti hann og komast að því af hverju hún lét hann af hendi. Þar með hefst örlagarík ferð sem leiðir hann um rykuga vegi Miðvesturríkjanna og niðurnídd þorp á heimsenda þar sem allir eiga leyndarmál og spurningum er illa tekið.

Dulmál Kathar­inu

Katharina Haugen hvarf fyrir 24 árum. Hið eina sem hún skildi eftir sig var eiginmaðurinn Martin og undarleg talnaruna á blaðsnifsi Nú er önnur kona horfin. Og líka eiginmaður Katharinu. William Wisting verður að finna Martin, en er hann að reyna að bjarga kærum vini eða kaldrifjuðum morðingja?