Þýdd skáldverk

Síða 1 af 3

Brostin jörð

Ung urðu Beth og Gabriel ástfangin og áttu saman dásamlegt sumar. Áratug síðar býr Beth enn í sveitinni, gift góðum manni, þegar æskuástin snýr aftur. Óútkljáð fortíðin varpar dimmum skugga og eldfim leyndarmál knýja Beth til að taka erfiðar ákvarðanir. Hjartnæm, grípandi og spennuþrungin saga þar sem sterkar tilfinningar ýta fólki út á ystu nöf.

Byrgið

Sögur, kjarnyrði, brot

Þessi bók geymir úrval fjölbreyttra styttri texta sem Franz Kafka, einn áhrifamesti höfundur 20. aldar, lét eftir sig óútgefna er hann lést árið 1924: bráðskemmtilegar örsögur, smásögur og nóvellur, kjarnyrði og sögubrot. Safnið sýnir vel tök Kafka á knöppum frásögnum en hann var frumkvöðull í ritun örsagna. Ástráður Eysteinsson skrifar eftirmála.

Ekki er allt sem sýnist

Carl og Helene þráðu að komast i langt frí til að endurnýja sambandið. Þau fundu á netsíðum draumahús í Kaliforníu og höfðu húsaskipti við par sem vildi dvelja sumarlangt í einbýlishúsinu þeirra í sænska skerjagarðinum. En þegar þau koma til Kaliforníu bregður þeim í brún. Þetta var ekki húsið sem þau höfðu hrifist af á netinu.

Fado Fantastico

Blús er hægt að hlusta á, tangó er hægt að dansa, en fado verður að upplifa. Á meðan Francisco Fantastico sefur úr sér áfengisvímu í bifreið skammt frá heimili sínu í Genf er hann skyndilega numinn á brott. Þar eru þó engir þrjótar að verki heldur António sonur hans sem ætlar að fara með hann alla leið til Lissabon.

Ferðabíó herra Saitos

Heillandi og óvenjuleg saga sem segir frá Litu sem er barnung þegar móðir hennar flýr með hana frá Argentínu. Mæðgurnar enda á afskekktri kanadískri eyju en smám saman kynnast þær fámennu en litríku samfélagi eyjarinnar og Lita eignast vinkonu í fyrsta skipti. En þegar herra Saito mætir með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu.

Fiðrildaherbergið

Heillandi saga um átakanleg leyndarmál eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö. Pósa trúlofast Jonny en verður á svipuðum tíma ástfangin af Freddie, sem yfirgefur hana óvænt. Þau Jonny flytja í ættaróðalið og þar í skugga harmleiks elur hún upp syni sína. Um sjötugt rekst Pósa aftur á Freddie og veit að hún þarf að taka erfiða ákvörðun.

Hitt nafnið

Sjöleikurinn I-II

Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski.

Dr. Ruth Galloway #2 Janusarsteinninn

Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Ómótstæðilega blanda af ráðgátum, húmor og spennu. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um að ræða fórn tengda gömlum helgisiðum?

Kóngsríkið 2 Kóngurinn af Ósi

Veldi bræðranna Carls og Roy Opgard riðar til falls þegar erkióvinur þeirra, lögreglustjórinn Kurt Willumsen, hefur fundið nýja tækni sem hann telur geta sannað sekt þeirra í óupplýstum morðum fortíðar. Óveðurskýin – og líkin – hrannast upp og bræðurnir lenda í blóðugu kapphlaupi við réttvísina. Mögnuð saga eftir meistara norrænu glæpasögunnar.