Þýdd skáldverk

Doggerland Að duga eða drepast

Á sólríkum degi koma íbúar Doggerlands saman við höfnina. Gleðin breytist í martröð þegar skotið er á fólk en byssumaðurinn finnst síðan látinn. Karen Eiken Hornby, sem er komin átta mánuði á leið, er ákveðin í að komast að því hvað bjó að baki árásinni. Um leið stofnar hún lífi sínu og annarra í hættu. Þetta er fjórða bókin í Doggerland-seríunni.

Schantz forlagið Á milli línanna

Hin hvatvísa Emily er kynningarstjóri á Schantz-bókaforlaginu í Stokkhólmi þar sem hún sér um sjálfhverfar rithöfundadívur og skipuleggur stærðarinnar útgáfuhóf og glæsiveislur. Einkalífið er þó enginn dans á rósum en hún er enn að ná áttum sem laus og liðug mamma eftir erfiðan skilnað þegar óvænt ást kemur eins og hvirfilbylur inn í líf hennar.

Beinaslóð

Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.

Blóðmáni

Harry Hole ætlar að drekka sig í hel því líf hans er í rúst. Þegar velgjörðarkona hans lendir í klandri ákveður hann að bjarga henni og á sama tíma fær hann tilboð um að vinna fyrir norskan auðmann. Tvær konur hafa fundist myrtar og er hann meðal grunaðra. Harry hefur nauman tíma til að leysa málið og flestir í lögreglunni eru andsnúnir honum.

Blómadalur

Á yfirborðinu virðist bjart framundan; Ný kærasta, umhyggjusöm fjölskylda í Nuuk og skólavist í Árósaháskóla í Danmörku. Samt er eins og allt sé á skjön, heimurinn þrengir smám saman að og niðurtalningin hefst. Blómadalur er ágeng saga, næstum ofsafengin, og full af svörtum húmor. Þetta er saga um sjálfsmyndarleit, ást og vináttu, fordóma og sjálf

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie

Ungfrú Jean Brodie er enginn venjulegur kennari. Hún er ástríðufull, sjálfstæð, innblásin af rómantík og ber ekki minnstu virðingu fyrir ýmsum venjum og siðum sem skólastjórnin vill halda í heiðri. Hún laðar að sér dygga fylgjendur meðal nemenda í Marcia Blaine-stúlknaskólanum í Edinborg og þær fá brátt viðurnefnið Brodie-klíkan.

Bókafárið mikla

Rithöfundurinn Peter Piper er sannfærður um eigin snilli en gengur illa að fá gefna út sína fyrstu bók. Dag einn fær hann tilboð sem hann getur ekki hafnað. Honum býðst gegn ríflegri greiðslu og loforði um útgáfu eigin verka að gerast staðgengill höfundar, sem vill ekki láta nafn síns getið, að svæsinni skáldsögu sem slær í gegn á heimsvísu.

Bóksalinn í Kabúl

Vorið 2002, skömmu eftir að talíbanar misstu völd í Afganistan, dvaldi norska blaðakonan Åsne Seierstad um skeið hjá fjölskyldu í Kabúl og skrifaði í kjölfarið þessa mögnuðu frásögn af landi í rústum og fólki sem togast á milli rótgróinna hefða og nýrra hugmynda í leit sinni að frelsi og betra lífi. Bókin fór sigurför um heiminn og er orðin sígild.

Daladrungi

Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.

Österlen-morðin Dauðinn á opnu húsi

Þegar glæpasagnahöfundur og grínisti skrifa saman krimma í anda Agöthu Christie, getur útkoman varla orðið annað en góð. Ferkantaður rannsóknarlögreglumaður frá Stokkhólmi rannsakar morð í smábæ á Skáni. Sveitalubbaháttur lögreglunnar á staðnum fer mjög í taugarnar á honum en hann á jafnbágt með að þola broddborgarana sem verja sumarfríinu þar.