Listir og ljósmyndir

Gullöldin

Myndir og minningar

Í 60 ár hefur Rúnar Gunnarsson af eljusemi og fagkunnáttu tekið ógrynni ómótstæðilegra ljósmynda af fjölskrúðugu mannlífinu í Reykjavík. Úrval þeirra má nú sjá í þessari veglegu ljósmyndabók. Í bókinni er að auki sjálfsævisögulegur inngangur höfundar með ljósmyndasögulegu ívafi auk smásagna sem vekja upp bæði ljúfar og ljúfsárar minningar.

Jarðsetning

„Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey." Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundurinn frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu.

Sjala­seiður

Sjalaseiður er óður til íslensku ullarinnar, íslenskrar náttúru og norrænu goðafræðinnar. Í bókinni eru sögur, ljóð og sjalauppskriftir. Fyrirsætan er íslensk náttúra, hafið og fjöllin. Sjölin eru prjónuð úr íslenskri ull og er hvert og eitt þeirra eins og ljóð sem segir gamla sögu og nýja ásamt því að veita hlýju, vernda og gleðja.

Tölum um keramik

Tölum um keramik er undir áhrifum af leir, formi og fólkinu sem er með leirinn á milli fingranna – fólksins sem hefur gert keramik að lífsögu sinni og þeirra sem hafa notað leirinn í listsköpun. Sagan er rakin í gegnum leirinn í myndum, innliti á vinnustofur og í gegnum rannsóknir og frumkvöðlastarf.