Listir og ljósmyndir

Esseyja

Island Fiction

Í bókinni Esseyju / Island Fiction er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem takast á við margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar. Bókin er gefin út á íslensku og ensku og í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature.

Myndlist á Íslandi

3. tölublað

Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Reykjavík

Past and present

Vönduð bók með úrvali greina úr tímaritinu Land og Saga sem segja sögu borgarinnar, hvernig borg verður til og þróast yfir 250 ára tímabil ásamt því að taka fyrir einstaka götur og hverfi. Bókin er uppfull af áhugaverðum ljósmyndum frá tímabilinu ásamt gríðarlegum fróðleik. Bókin er á ensku en er einnig fáanleg á íslensku.

Reykjavík sem ekki varð

Saga bygginga í Reykjavík rakin sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli. Stórfróðleg og skemmtileg saga sem ríkulegt myndefni gerir ljóslifandi.

Sigga Vigga og tilveran

Heildarsafn

Margir þekkja teiknimyndasögurnar um Siggu Viggu, fyrstu íslensku myndasöguhetjuna. Fyrsta bókin um Siggu Viggu og félaga hjá Þorski há/eff kom út árið 1978, en í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu höfundarins er komin út vegleg endurútgáfa á öllum fimm bókunum í myndskreyttri öskju með formála eftir Úlfhildi Dagsdóttur.

Sóley Eiríksdóttir: Gletta

Vegleg sýningarskrá sem gefin var út í tilefni samnefndrar sýningar á verkum listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994) í Hafnarborg í ársbyrjun 2023. Bókin er einnig prýdd ljósmyndum af úrvali af verkum Sóleyjar, jafnt grafíkverkum sem þrívíðum verkum, sem hún vann í leir, steinsteypu eða brons. Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.

Steyptir draumar - líf og list Samúels Jónssonar

Í þessari bók er fjallað um líf og list Samúels Jónssonar í Selárdal og birtur fjöldi mynda af verkum hans. Einnig er sagt frá endurreisnarstarfinu á verkum hans og byggingum. Bókin er 160 blaðsíður að stærð, innbundin og í stóru broti. Hún fæst í helstu bókaverslunum og hjá útgefendum, Listasafni Samúels og Sögumiðlun.