Listir og ljósmyndir

Síða 1 af 2

Aftur - Again

Einstök ljósmyndabók þar sem Einar Falur fetar í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, með myndatökum á sama stað og Sigfús en oft frá öðru sjónarhorni. Þetta samspil fortíðar og nútíðar, listamanna og landslags, endurspeglar ekki aðeins virðingu fyrir sögulegri arfleifð heldur undirstrikar hvernig listin getur skapað tengsl milli tíma og rýmis.

Drífa Viðar

Málari, rithöfundur, gagnrýnandi, baráttukona

Drífa Viðar (1920-1971) var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og tók þátt í stjórnmálaumræðu síns tíma. Eftir hana liggja fjölmörg verk af ýmsum toga. Í bókinni eru greinar sem gefa innsýn í ævistarf hennar, um 100 myndverk sem sum hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, brot úr bréfum og ýmiss fróðleikur um ævi Drífu og störf.

Dunce Magazine

Dunce er íslenskt tímarit um dans og myndlist ætlað alþjóðlegum lesendahópi. Í blaðinu má finna viðtöl og greinar eftir listamenn. Dunce er veglegur prentgripur og hefur tvívegis hlotið hönnunarverðlaun FÍT og verið tilnefnt til Grímuverðlauna.

Fagrakort Fagra ferðamanna­kortið af Íslandi

The Beautiful Tourist Map of Iceland

Smári teiknaði þetta kort með eigin hendi. Á því eru flestir áfangastaðir ferðafólks sýndir. En líka landið á milli þeirra. Allt Ísland er fallegt, ekki bara frægu ferðamannastaðirnir. Sérstakar myndir af öllum bæjum og þorpum landsins eru á kortinu. Fyrir börn og fullorðna. Stærð korts: 84 x 119 sentimetrar. Fáanlegt bæði upprúllað og samanbrotið.

Hulda áfallasagan

Ég er úti á Granda í bílnum. Það gerðist eitthvað innra með mér. Ég horfi út um gluggann á bílstjórahurðinni. Þá sé ég mig sex ára litla stúlku í fyrsta skipti. Ég finn að ég hafði yfirgefið hana árið 1963 á Laugarási, sumardvalarstað fyrir börn á vegum Rauða kross Íslands þar sem ég varð fyrir ofbeldi.

Jörð / Earth

Bryndís Jónsdóttir sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hún horfir til táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk. Efniskenndin er áþreifanleg.

Kristján H. Magnússon

Listamaðurinn sem gleymdist

Kristján H. Magnússon var á meðal athyglisverðustu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar – en um hann hefur verið hljótt um áratugaskeið. Sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna íslenskri menningu; verðugur minnis­varði um ungan mann frá Ísafirði sem fór óvenjulegar leiðir til að ná af miklum metnaði hæstu hæðum í list sinni.

Vestfirsku leiksögubækurnar Leiklist á Ísafirði

Hér er hún loks komin fjórða vestfirska leiksögubókin og að þessu sinni er leiksaga höfuðstaðarins Ísafjarðar í sviðsljósinu. Fjallað verður um sögu leiklistarinnar í kaupstaðnum við flæðarmálið allt frá því að fyrsta leikverkið fór á svið og til þeirra nýjustu. Bókin er prýdd fjölda mynda úr hinni löngu og sögulegu leiksögu Ísafjarðar.

Myndlist á Íslandi

5. tölublað

Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Rauði fiskurinn

Simbi er eini rauði fiskurinn í himinbláu hafi. Hann leggur upp í ferðalag í von um að finna fleiri fiska sem eru eins og hann. Lesandinn fylgir Simba um heit höf og köld - stundum er hann hræddur, stundum hrifinn, en alltaf vongóður um að ná markmiði sínu: að finna lítinn, rauðan leikfélaga og höndla hamingjuna. Einnig fáanleg á ensku.

Sketching Bathing in Iceland

Rán Flygenring ferðaðist eitt sumar vítt og breitt um landið, dýfði sér í hverja laug, lón og náttúrupoll sem hún fann og festi baðmenningu á Íslandi í teikningar. Útkoman er stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti.

Spegill þjóðar

Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær

Gunnar V. Andrésson var einn áhrifamesti fréttaljósmyndari okkar í hálfa öld og margar mynda hans eru táknmyndir í þjóðarsögunni. Gunnar velur hér á annað hundrað minnisstæðustu mynda sinna og Sigmundur Ernir Rúnarsson skráir söguna á bak við hverja þeirra – úr verður einstakt og áhrifamikið sjónarspil.