Niðurstöður

  • Listir og ljósmyndir

Af nótnaborði náttúr­unnar / Notes of Nature

Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsakynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðruleysi, en samfundir með listamanninum eru þeirrar náttúru að allt um hægist og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hefur gerst sem glæðir skilningarvitin og skerpir sköpunarþ...

Andlit Afríku

Nú liggur leið Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar til Afríku. Þar segir m.a. af byltingum og eymd, frumbyggjum, górillum og óbærilegum hita – en líka brosandi, ógleymanlegum andlitum Afríku. Fallegar ljósmyndir fylgja frásögninni og QR-kóðar fyrir mögnuð myndbrot. Frískandi og lifandi ferðasaga. Öll innkoma rennur til góðgerðarmála.

Birgir Andrésson – In Icelandic Colours

Bókin er stórvirki um líf og list Birgis Andréssonar (1955-2007). Höfundur er bandaríski listfræðingurinn Robert Hobbs, sem rýnir í verk hans, en að auki birtist hér ensk þýðing á bók Þrastar Helgasonar, sem byggð var á samtölum hans við Birgi. Ragnar Kjartansson ritar formála. Bókin er prýdd fjölda mynda af verkum Birgis, sem mörg hver hafa ekki sést opinberlega áður. Textinn ...

Brim Hvít Sýn

Brim Hvít Sýn fjallar um myndlist Jónu Hlífar Halldórsdóttur, innsetningar og textaverk, og inniheldur úrval ljósmynda af verkum hennar, um 100 myndir, auk texta og upplýsinga um sýningar. Í bókinni eru jafnframt greinar og umfjöllun um verk Jónu Hlífar.

Deiglumór, Kera­mik úr íslenskum leir 1930-1970

Í bókinni er fjallað um leirnýtingu og framleiðslu á keramiki úr íslenskum leir á árunum 1930-1970. Saga helstu verkstæðanna: Listvinahússins, Funa, Laugarnesleirs, Leirmunaverkstæðis Benedikts Guðmundssonar, Roða og Glits er rakin. Ríkulega myndskreytt með myndum frá verkstæðunum, sýningum og af fjölda leirmuna.

DÆS

2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæði að því sem er fyndið og því se...

Georg Guðni / Berangur

GEORG GUÐNI / BERANGUR Vegleg útgáfa vegna sýningarinnar Georg Guðni / Berangur er komin út hjá Listasafni Íslands. Bókin inniheldur aðfaraorð Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra, grein eftir Einar Garibaldi Eiríksson sýningarstjóra, texta eftir Jón Kalman Stefánsson og ljóð eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur ásamt ljósmyndum af öllum listaverkum sýningarinnar og ítarlegri ferliskrá l...

Guðmundur Thorsteinsson - Muggur

Vegleg útgáfa um listamanninn Guðmund Thorsteinsson - Mugg er komin út hjá Listasafni Íslands. Sagt var að allt sem Muggur snerti yrði að listaverki og mótaðist af hinum einstaka persónuleika hans. Guðmundur Thorsteinsson, alltaf kallaður Muggur, fæddist á Bíldudal 1891, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar 1903. Hann nam myndlist við Konunglega listahá...

Kristín Þorkelsdóttir

Fáir hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum hér á landi sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og grafíski hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Hún hefur hannað urmul auglýsinga, fjölmargar bókarkápur og ýmis rótgróin merki sem hafa verið landsmönnum sýnileg á skiltum, pappír og skjáum í yfir fimm áratugi, ásamt íslensku peningaseðlunum og vegabréfinu. Kristín sto...

Oft eru gamlir hrafnar ernir

Unnur Guttormsdóttir – „kerlingarálftin“ – tekur myndir af fuglum, les hugsanir þeirra og setur í orð af skáldlegu innsæi. Í tilefni af áttræðisafmæli hennar 18. október 2021 birtast í þessari bók áttatíu af fuglamyndum hennar og tilheyrandi skondnar hugleiðingar og fuglahjal. Fríða Bonnie Andersen skrifar afmæliskveðju í bókarlok.

Ósnortið Ísland / Pure Iceland

Bókin inniheldur kraftmiklar og fallegar landslagsmyndir eftir ljósmyndarann Kristján Inga Einarsson. Vel völdum ljóðlínum íslenskra höfuðskálda sem Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur valið er fléttað saman við myndefnið þannig að úr verður einstök blanda ljósmynda og ljóðlistar sem lætur engan ósnortin. Textin er bæði á íslensku og ensku.

Tvísöngur

Tvísöngur er samtal um tónlist og hefðir, hljóðfærin Hrokk og Lokk og hvað er satt og hvað er logið. Í bókinni eru rannsóknir á fræðasviði lista ofnar saman við persónulegar pælingar og sögur af eigin afrekum á tónlistarsviðinu. Samhliða bókinni kemur geisladiskur og hljóðsnælda. Höfundur er tónlistarmaður og prófessor við LHÍ.