Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

107 Reykjavík

"Þessi bók er eiginlega þerapía-maður emjar af hlátri ... Fyndnasta bók ársins." SER, Hringbraut "Hreint út sagt frábær paródía ... ekki hægt annað en hlæja upphátt." SS, Vikan "Tíðarandabók par exellence" Þorgeir Tryggvason, Kiljan "Öskurhló oft." Kamilla Einarsdóttir

Að telja upp í milljón

Daginn sem kærastinn yfirgefur Rakel fer tilvera hennar á hvolf. En þegar hún óttast að vera að missa tökin fær hún óvænta heimsókn. Að telja upp í milljón hefur hlotið mikla athygli og lofsam­lega dóma enda áhrifa­rík saga um flókin fjöl­skyldu­tengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið. Hún er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum...

Allir fuglar fljúga í ljósið

Björt er ráfari, fer á milli staða í Reykjavík, fylgist með fólki og skráir hjá sér athuganir sínar. Hún leigir herbergi í hrörlegu húsnæði með öðru fólki. En svo fær hún bréf og smám saman flettist ofan af dramatískri ævi hennar. Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins.

Arkítektarnir

,,Svanlaug stóð þar íturvaxin sem Makhalina í gervi Odile. Möndluaugun geisluðu. Rósamunnurinn svignaði. Jú, þokki opnar ýmsar dyr. En meira þarf til valda: Ófyrirleitni. Harðfylgi. Slægð.” Hvaðan kemur fjármagn til að reisa fokdýra listahöll í Engey? Hvað býr að baki framkvæmdinni? Hvernig tengjast þekktur húsameistari, balletdansari og hæstvirtur ráðherra hrottafengnu morði?

Arnaldur Indriða­son deyr

Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson morðinu og hví fléttast strákarnir úr 70 mínútum inn í málið? Arnaldur Indriðason deyr er önnur skáldsaga Braga Páls, en sú fyrri, Austur, fékk verðskuldað lof.

Borg bróður míns

„Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin ...“ Mögulega núna á meðan heimar lágu í kófi, í nálægri borg eða í fjarska og jafnvel hvergi, voru orð tínd ofan í þessa bók sagna, skyndimynda, skjáskota og brota.

Bráðin

Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ... Bráðin var ein söluhæsta bók ársins 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Dansarinn

Þegar draumar móður Tonys um frama í dansheiminum verða að engu reynir hún að færa þá yfir á son sinn með grimmilegum aðferðum – og skelfilegum afleiðingum. Í Öskjuhlíðinni finnst lík sem hefur legið þar lengi. Fljótlega kemur í ljós að hrottalegur morðingi gengur laus og að ekki er allt sem sýnist. Óskar Guðmundsson, höfundur Hilmu, færir lesendum hér magnaða spennusögu.

Djúpið

Árið 1975 er vísindafólk ráðið til starfa hjá Búseturöskun ríkisins í þeim tilgangi að efla mannlíf og atvinnu í Djúpinu. Þar rekst líffræðineminn Valborg á veruleika þar sem hlutverk konunnar er að hella upp á kaffi og stjana við karlana, sem taka allar ákvarðanir þótt svo eigi að heita að það sé kvennaár. Heillandi saga eftir höfund Hansdætra.

Dyngja

Dyngja segir frá ungum flugmanni sem gerist flugfreyja árið 1971. Að baki þeirri ákvörðun býr undraverð saga sem hefst um miðbik 20. aldar, við rætur Ódáðahrauns, en teygir sig smám saman lengra inn í landið, þaðan út í geim og að lokum til tunglsins. Sigrún Pálsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Delluferðina.

Dýralíf

Í vetrarmyrkri er áður óþekkt lægð í aðsigi. Ung ljósmóðir býr í íbúð sem hún erfði eftir ömmusystur sína. Upp úr kassa undan Chiquita-banönum koma þrjú handrit sem ömmusystirin vann að, Dýralíf, rannsókn á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um ljósið og Tilviljunin. Dýralíf fjallar um brothættasta og grimmasta dýrið: manninn og leitina að mennskunni.

Efndir

Eftir margra ára búsetu í Frakklandi finnur Elísabet að hún verður að fara til æskuslóðanna á Íslandi til þess að ganga frá sínum málum. Þar reynir hún að hnýta lausa enda og vinna bug á sorginni og vonleysinu sem hefur fylgt henni lengi. Hún sest að í gamla húsinu þar sem hún ólst upp og fer að skrifa í von um betrun. Efndir er allt í senn, óður til heimalandsins, f...

Ein

Ung kona sem starfar í heimaþjónustu í blokk fyrir eldri borgara óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburðarás. Í sömu blokk virðist maður hafa orðið fyrir þjófnaði. Og í New York berst ungur íslenskur læknir við að bjarga fórnarlömbum Covid-19 faraldursins.

Einlægur Önd

Launfyndin og hárbeitt skáldsaga um útskúfun, refsingu og fyrirgefningu. Hér segir frá rithöfundinum Eiríki Erni, sem hefur brennt allar brýr að baki sér, og sögu hans um Felix Ibaka frá Arbítreu, þar sem fólk refsar hvert öðru með múrsteinaburði. Eiríkur Örn Norðdal hefur vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis fyrir bækur sínar, sem jafnan eru nýstárlegar og ögrandi.

Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir

Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og hamingjuríkt líf hennar lætur ekki lengur að stjórn.

Eldur í höfði

Hver hugsun í höfði Karls Magnúsar er vagn sem tengist við vagn sem tengist við vagn. Höfuð hans er lestarstöð þar sem fleiri og fleiri lestir renna stjórnlaust inn. Hugsanirnar læðast ein af annarri, þær eru óstöðvandi og einn daginn springur það, höfuðið hans.

Eyland

Manstu hvar þú varst þegar það gerðist? – Eyland er hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Í fyrstu skáldsögu sinni tekst hún á við spurningar um hvað sé að tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini okkur og sundri.

Ég hef gleymt einhverju niðri

Jón Óskar (1921–1998) var einkum þekktur sem ljóðskáld og var einn úr hópi hinna svokölluðu atómskálda sem komu fram með nýjungar í íslenskri ljóðagerð um miðja 20. öld. Í þessu smásagnasafni, Ég hef gleymt einhverju niðri, birtast allar smásögur hans sem teljast fullfrágengnar, bæði þær sem birtust í Sögum 1940–1964 og einnig fimm sögur sem hann samdi eftir þ...