Íslensk skáldverk

Eyja

Af hverju vill fyrrverandi stjúpmóðir Eyju að þær hittist öllum þessum árum síðar; hvað er ósagt? Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa. Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur en sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, árið 2024.

Heim fyrir myrkur

Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur fékk BLÓÐDROPANN – ÍSLENSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN 2023. Eva Björg hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis. Þær sitja á metsölulistum víða um heim og fá hvarvetna frábæra dóma. „Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda.“ THE TIMES

Kyrrþey

Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti, og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.

Ljósbrot

Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega fylgt rammanum úti í búð. Þegar hún býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir.

Mandla

Þegar grindhoruð læða birtist á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera. Fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar. Getur verið að hún geti spáð fyrir um andlát fólks?

Miðillinn

Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa átt eitthvað sökótt við þessa eldri konu sem virðist hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul?

Snerting

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni.