Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

10 dagar

(í helvíti)

Miðaldra endurskoðandi vaknar upp við vondan draum í fangaklefa á þriðjudagsmorgni. Hvernig lenti hann þarna inni? Hvað gerði hann? Framdi hann glæp? Drap hann kannski einhvern? Allt er í þoku. Fyrsta skáldsaga Magnúsar Lyngdal Magnússonar er fyndin og áleitin saga um sjálfsskoðun og krísu.

Aldrei nema vinnukona

Þuríður Guðmundsdóttir er vinnukona Í Skagafirði og Húnavatnssýslum á síðari hluta 19. aldar. Þegar hún er á fertugsaldri er fjöldi fólks að flytja til Ameríku. Það verður til þess að hún ákveður að slást í hópinn upp á von og óvon. Á leiðinni gerist ýmislegt sem hana óraði ekki fyrir.

Dalurinn

Sif dvelur ein í sumarbústað vestur á fjörðum við ritgerðaskrif. Umfjöllunarefnið eru draugar og vættir dalsins sem aldrei hafa raskað ró hennar fyrr en nú. Sem betur fer er æskuvinur ekki langt undan og jafnvel ferðamaður í vanda veitir visst öryggi – þar til allt sveipast skyndilega óvissu og Sif veit ekki lengur hverju er hægt að treysta. Hér...

Dansað í friði

Marta er að stíga sín fyrstu skref fjarri heimahögum og vinum, í Háskóla Íslands. Vofveiflegur atburður fær hana til að taka stóra ákvörðun um líf sitt, ákvörðun sem verður að risavöxnu verkefni og dansinn verður fyrirferðamikill hluti af hennar framtíð.

Elsku sólir

Systurnar Ársól og Sunna þurfa að halda fyrirvaralaust til Spánar til að hitta móður sína sem er við dauðans dyr. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Æskuvinkona móðurinnar slæst með í för en á Spáni tekur við atburðarás sem engin þeirra átti von á og allt í einu eru þær orðnar þátttakendur í sérkenni...

Ég var nóttin

Reykjavíkursaga

Ungur laganemi leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni. Smám saman áttar stúdentinn sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð.

Flot

Fjóla byrjar að stunda flot að ráði sálfræðings rétt áður en líf hennar byrjar að liðast í sundur. Vandamálin byrja að fljóta upp úr djúpinu og raunveruleikaskynjunin byrjar að fara úr skorðum.

Gabríel og skrýtna konan

Þegar draumfarir Gabríels og vina hans byrja að blandast saman við hin dulrænu öfl, getur atburðarásin leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga.

Getnaður

Getnaður vann samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2022. Hnyttnar og hispurslausar ástarsögur um þrítuga Reykvíkinga sem fléttast saman á óvæntan hátt. Djammið dunar en fullorðinspressan fer sívaxandi – en er tímabært að búa til barnabarn handa mömmu þegar ekki er einu sinni hægt að vera sammála um sjónvarpsdagskrána?

Hvað er Drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. Þar bíða hennar ýmis vandræði: vafasamar hreinlætisvenjur, brúðgumar til að bíta af sér og manndrápsplága sem breiðist út með ógnarhraða. En lífsreynd 20. aldar kona hefur ýmis ráð undir rifjum. Bleksvartur og beittur Auðarhúmor eins og hann gerist bestur.

Hvítserkur

Maður nokkur finnst myrtur og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á einu hættulegasta eiturlyfi sem þekkist. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar, sem annast rannsókn málsins, hafa í mörg horn að líta.

Hægt og hljótt til helvítis

Rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr og Jóhanna mæta á vettvang alvarlegs glæps í miðborginni. Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir sig og sína, graðir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasala dreymir um betra líf. Græðgi og hatur ólmast og hverfast að endingu út úr kimum kommentakerfanna.

Kafteinn Ísland

Fyrsta íslenska ofurhetjan

Árið 2004 markaði endalok hetju. Enginn vissi hver það var sem fúslega gaf líf sitt svo aðrir gætu þrifist, þar til rithöfundurinn Fúsi Hjaltason skrifaði bók um Kaftein Ísland. Afdrifaríkt augnablik færir barnabarni Fúsa kristal sem sjálf hetjan bar og þegar Móa Líf tekur við kyndlinum gjörbreytist heimur hennar.

Konan hans Sverris

Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Kverkatak

Sakamálasaga, sálfræðitryllir um fertugan lögfræðing sem er að fá gráa fiðringinn og hrífst af ungri konu sem byrjar að vinna með honum. Hann flækist inn í morðmál og kynnist af eigin raun hrottaskap reykvískra undirheima. Í stuttu máli fer líf hans allt í vaskinn á ótrúlega skömmum tíma.

Lok lok og læs

Nágranni fer að huga að auðugri fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit sem ekki hefur svarað skilaboðum. Við honum blasir skelfileg aðkoma. Lok lok og læs var mest selda bók ársins 2021 og var tilnefnd til Blóðdropans.

Merking

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn réttlátara. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sem snertir líf persónanna með ólíkum hætti. Merking er fyrsta skáldsaga eins eftirtektarverðasta höfundar landsins,...

Meydómur

Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur.