Íslensk skáldverk

Armeló

Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún samt komin hingað, til þessa óspennandi smábæjar, með Birgi. Nema Birgir er allt í einu horfinn, ásamt bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta ekki, hann er ekki beint hvatvís. En það var eitthvað sem hann sagði kvöldið sem þau rifust í fyrsta skipti. Kvöldið áður en þau komu til Armeló.

Babúska

Reimleikar og voðaverk

Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við skúringar, er eina vitnið að atburðinum. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Tengjast þessir atburðir? Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.

Banaráð

Móðir og barn finnast myrt á heimili sínu í rólegri íbúðagötu í Gautaborg. Á dyrabjöllunni standa fjögur nöfn, þar á meðal nafn fyrrverandi heimilisföðurins Tyve sem er starfsmaður sænsku lögreglunnar. En hvar er hann niðurkominn? Og hvar er Mia?

Blóðmeri

Kjartan Ómarsson virðist ósköp venjulegur maður, vel liðinn og viðkunnanlegur. Einn sólríkan dag fer hann í sund en skilar sér aldrei heim aftur. Það kemur öllum í opna skjöldu þegar lík hans finnst í blokkaríbúð sem hann hefur haldið leyndri fyrir konu sinni og kunningjum. Það sem verra er, Kjartan Ómarsson hefur verið myrtur á hrottafenginn hátt

Blóðsnjór

Gamall maður stingur af frá Hrafnistu. Hvert leið hans liggur veit enginn. Leiðarvísirinn er gömul bróðurminning sem engum er annt um nema honum. Það er verk sem þarf að klára áður en hann yfirgefur þetta jarðlíf, því sumar bernskuminningar hverfa aldrei. Blóðsnjór er saga um ást sem nær út fyrir gröf og dauða.

Ból

LínLín er ekki fisjað saman. Þrátt fyrir sáran missi og þung áföll stendur hún keik. En nú er komið að ögurstund: Náttúran fer hamförum við sælureitinn hennar í sveitinni. Einbeitt heldur hún þangað, til móts við minningarnar, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Mögnuð saga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, eldheitt verk frá snilldarhöfundi.

Dauðadjúp sprunga

Snjöll og áhrifarík spennusaga um ógn og ofbeldi, blekkingar og trúnað, fimmta og seinasta bókin um tvíeykið Áróru og Daníel. Áróru líður skár síðan lík systur hennar fannst eftir langa leit en morðmálið er enn óleyst. Peningaþvætti sem hún rannsakar reynist annað og meira, og brátt liggja þræðirnir á ný í Engihjallann, heim til systurinnar sem dó.

Dauði Francos

Árið 1975 fylgist Guðbergur með nokkurra vikna dauðastríði Francos og skrásetur í dagbók. Brot úr dagbókinni birtist á sínum tíma í Þjóðviljanum en hér má í fyrsta skipti líta skrásetninguna í heild sinni. Höfundur dregur upp einstaka mynd af endalokum einræðisherra og þeirri ringulreið sem skapast í spænsku samfélagi við yfirvofandi fráfall hans.

Eitur

Önnur bókin í glæpasagnaflokknum um löggutvíeykið Dóru og Rado, harðsoðinn hörkukrimmi sem fjallar á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans. Tökur á erlendum sjónvarpsþáttum standa sem hæst í Gufunesi þegar illa farið lík finnst innan í leikmyndinni. Fljótlega verður ljóst að málið tengist nýjum og banvænum fentanýl-töflum.

Friðarsafnið

Flóttamaður á ekki marga möguleika en með heppni og hugmyndaflugi má bjarga sér um stund. Eftir að Rakel stofnar Friðarsafnið á það hug hennar og ástina fann hún með manninum sem hún hafði þráð. Einn dag biður flóttamaður um að fá að fela sig á safninu. Það er erfitt að neita bjargarlausum manni um aðstoð.

Gaddavír og gotterí

Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus og börn nútímans geta samsamað sig þessum sögum sem fjalla um vináttu og systkinakærleik, margvíslegar áskoranir og hvernig þau í sameiningu mæta bæði sorg og gleði.

Grátvíðir

Hin íslenska Jóhanna dregst óvænt inn í rannsókn á dauða ungrar konu á Norður-Ítalíu og leit þeirra Robertos lögreglumanns að svörum leiðir þau um um alla Ítalíu og allt til Sikileyjar. Nístandi fjölskylduleyndarmál leita dagsljóssins og á milli Jóhönnu og Robertos vakna sterkar tilfinningar. Rómantísk og spennandi saga á suðrænum slóðum.

Haugalygi

Minnið er svo dyntótt og lævíst. Þannig hefst fyrsta sagan í Haugalygi sem jafnframt er fyrsta bók Sigtryggs Baldurssonar. Þar rifjar hann upp sögur sem hvorki eru alsannar né upplognar. Brot úr eigin ævi og annarra en líka sögur af alókunnugu fólki.