Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

10 dagar

(í helvíti)

Miðaldra endurskoðandi vaknar upp við vondan draum í fangaklefa á þriðjudagsmorgni. Hvernig lenti hann þarna inni? Hvað gerði hann? Framdi hann glæp? Drap hann kannski einhvern? Allt er í þoku. Fyrsta skáldsaga Magnúsar Lyngdal Magnússonar er fyndin og áleitin saga um sjálfsskoðun og krísu.

Dalurinn

Sif dvelur ein í sumarbústað vestur á fjörðum við ritgerðaskrif. Umfjöllunarefnið eru draugar og vættir dalsins sem aldrei hafa raskað ró hennar fyrr en nú. Sem betur fer er æskuvinur ekki langt undan og jafnvel ferðamaður í vanda veitir visst öryggi – þar til allt sveipast skyndilega óvissu og Sif veit ekki lengur hverju er hægt að treysta. Hér stígur fram nýr spennusagnahöfun...

Elsku sólir

Systurnar Ársól og Sunna þurfa að halda fyrirvaralaust til Spánar til að hitta móður sína sem er við dauðans dyr. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Æskuvinkona móðurinnar slæst með í för en á Spáni tekur við atburðarás sem engin þeirra átti von á og allt í einu eru þær orðnar þátttakendur í sérkennilegum ratleik. Elsku sólir

Hvað er Drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á fjórtándu öld. Þar bíða hennar ýmis vandræði: vafasamar hreinlætisvenjur, brúðgumar til að bíta af sér og heil manndrápsplága sem breiðist út með ógnarhraða. En lífsreynd 20. aldar kona hefur ýmis ráð undir rifjum. Bleksvartur og beittur Auðarhúmor eins hann gerist bestur.

Hvítserkur

Maður nokkur finnst myrtur og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á einu hættulegasta eiturlyfi sem þekkist. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar, sem annast rannsókn málsins, hafa í mörg horn að líta.

Hægt og hljótt til helvítis

Rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr og Jóhanna mæta á vettvang alvarlegs glæps í miðborginni. Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir sig og sína, graðir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasala dreymir um betra líf. Græðgi og hatur ólmast og hverfast að endingu út úr kimum kommentakerfanna.

Konan hans Sverris

Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Kverkatak

Sakamálasaga, sálfræðitryllir um fertugan lögfræðing sem er að fá gráa fiðringinn og hrífst af ungri konu sem byrjar að vinna með honum. Hann flækist inn í morðmál og kynnist af eigin raun hrottaskap reykvískra undirheima. Í stuttu máli fer líf hans allt í vaskinn á ótrúlega skömmum tíma.

Lok lok og læs

Nágranni fer að huga að auðugri fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit sem ekki hefur svarað skilaboðum. Við honum blasir skelfileg aðkoma. Lok lok og læs var mest selda bók ársins 2021 og var tilnefnd til Blóðdropans.

Merking

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn réttlátara. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sem snertir líf persónanna með ólíkum hætti. Merking er fyrsta skáldsaga eins eftirtektarverðasta höfundar landsins, saga um pólaríseringu, fordóma o...

Meydómur

Meydómur er bréf sem fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum. Í bréfinu lýsir hún því hvernig það var að vera stelpa, lítil stelpa sem átti pabba sem virtist ekki þekkja hana þótt þau byggju undir sama þaki. Nú er hann dáinn og hún harmar að hann hafi aldrei kynnst henni þegar hún var barn. Bókin lýsir viðburðaríkri og erfiðri ferð litlu stelpunnar allt frá sakley...

Morðið í Öskjuhlíð

Þrettánda bókin um Stellu Blómkvist gerist árið 1995 þegar hún er nýútskrifuð og fæst við dularfullt hvarf rannsóknarblaðamanns sem snýst upp í snúna morðgátu sem teygir anga sína víða um heim og við sögu koma valdamiklir aðilar sem svífast einskis. Stella er strax söm við sig, kjaftfor og úrræðagóð og berst fyrir lítilmagnann vopnuð innsæi og spakmælum frá mömmu.

Reimleikar

Ungur maður finnst kyrktur í Heiðmörk með rúmal, klút sem indverskir atvinnumorðingjar notuðu fyrr á öldum. Rannsóknarteymið sem lesendur Ármanns Jakobssonar þekkja úr fyrri bókum hans stendur frammi fyrir sérkennilegri ráðgátu því að þremur árum fyrr beitti tékkneskur morðingi nákvæmlega sömu aðferð við að myrða unga menn á Reykjum – en hann situr í fangelsi. Reimleikar er fi...

Sextíu kíló af kjaftshöggum

Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. En dag einn vilja stórhuga framtíðarmenn kaupa gömlu Skriðujörðina af fóstra Gests. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, líkt og Sextíu kíló af sólskini

Skaðræði

Brynhildur, fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, er nýtekin við starfi lögregluvarðstjóra á Seyðisfirði og hlakkar til rólegri daga. Í lögregluumdæminu, sem átti að vera friðsælt og rólegt, hrannast hins vegar upp endalaus og yfirgripsmikil verkefni. Brátt kemur í ljós að hún á í höggi við alþjóðlegar glæpaklíkur sem virðast hafa hreiðrað um sig hérlendis, jafnvel í fáme...

Stórfiskur

Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Bæði tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi.

Úti

Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. Úti var ein mest selda bókin árið 2021.

Öxin og jörðin

Með aftöku Jóns Arasonar og sona hans hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska konungsvaldinu á Íslandi. Öxin og jörðin er söguleg skáldsaga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem fjöldi einstaklinga stíga ljóslifandi fram úr þoku fortíðar. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003.