Íslensk skáldverk

Síða 1 af 7

Afleggjarinn

Tvítugur karlmaður heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara meðferðis. Heima skilur hann eftir kornabarn sem hann eignaðist með vinkonu vinar. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin á meðan hann glímir við karlmennsku sína, líkama, málfræði, ást, matargerð og rósarækt. Afleggjarinn sló eftirminnilega í gegn og hefur verið þýdd á yfir 30 ...

Aftenging

Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir um mikinn gagnaleka fara að berast í gegnum stopult netsamband. Hvöss en glettin saga úr samtímanum.

Alfa

Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð. Heimurinn er breyttur, að mörgu leyti til batnaðar. Gervigreindin Alfa stýrir samfélaginu og leysir úr öllum málum en sjö manna teymi sér um að allt gangi smurt. En ekki vilja allir lúta stjórn og þegar einn uppreisnarseggurinn lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir.

Allar litlu lygarnar

Ung velgengnishjón láta lífið af skotsárum á heimili sínu frá tveimur dætrum, kornabarni og unglingsstúlku. Tuttugu árum síðar leitar sú eldri til sálfræðings. Hvað gerðist á þessu mikla fyrirmyndarheimili? Hvers vegna töldu ýmsir innan lögreglunnar að ekki hefðu öll kurl komið til grafar í málinu?

Andrými

kviksögur

Sögur þessarar bókar kallar höfundur kviksögur. Þær eru gjarnan óvæntar og skrítnar, sumar sannar og aðrar augljóslega lognar. Sögurnar spretta úr kviku tilverunnar, staða mannsins í heiminum er hér sínálægt viðfangsefni, en eru annars síkvikar í eðli sínu og efni.

Ástin fiskanna

Samanta og Hans hittast fyrir tilviljun í útlendri borg. Eftir endurfundi heima á Íslandi og koss undir reynitré um sumarnótt skilur leiðir en sagan er ekki öll. Þessi dáða saga um ást sem ekki fær að dafna kom fyrst út árið 1993. Stíllinn er meitlaður, frásögnin beitt og fyndin en undir niðri sár og tregafull. Eleonore Gudmundsson ritar eftirmála.

Blái pardusinn: hljóðbók

Dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap. Streymisveita hefur gefið út hljóðbók sem er innblásin af ævintýrum íslenskrar konu í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Hér segir frá þremur hlustendum og baráttu þeirra við að halda þræði í frásögninni sem fer um víðan völl svo erfitt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki.

Bók vikunnar

Húni er nýkominn til borgarinnar úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.

Breiðþotur

Gagnaleki skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Verið er að undirbúa Þorpið undir næsta gagnaleka, þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin. Breiðþotur er grípandi saga um vináttu og söknuð, tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Bylur

Bergur er hamingjusamur fjölskyldufaðir í góðri vinnu. Lífið er fullkomið þar til að sonur hans deyr og heiftin gagntekur hann. Hann er staðráðinn í að leita hefnda og beinist reiði hans að Öldu og syni hennar Styrmi. Vel falinn bakgrunnur Bergs kemur upp á yfirborðið og Alda og Styrmir eru í bráðri hættu og spennan magnast.