Ljóð og leikhandrit

Anatómía fiskanna

Á samkomustaðnum Glóðarauganu ríkir sundrung eftir að Guðmundur Hafsteinsson hefur að semja smáauglýsingar í mannlífsblöð um líf sitt þar og annarra er staðinn sækja. Póstþjónusta Reykjavíkur sér þess ei annan kost en að gefa út sérrit til skýringar á því hvers vegna útburðarkonan Absentína Valsdóttir kýs að dreifa ekki þeim auglýsingum.

Eiginkona Bipolar 2 - Ljóðasaga Eiginkona Bipolar 2

Ljóðsaga

Ljóðabókin Eiginkona Bipolar 2, eftir Elínu Konu Eddudóttur, inniheldur fimmtíu ljóða sögu sem hún skrifaði á árunum 2016-2018 þegar eiginmaður hennar til 26 ára hóf að glíma við Bipolar 2. Hún skrifaði ljóðin eins og dagbók, til að ná utan um líðan sína á þessu tímabili og hina hröðu atburðarás og koma henni í orð.

Eina hverfula stund

Bók sem geymir hugnæm og djúpskyggn ljóð sem fá lesandann til að staldra við og hugleiða tímann og mannsævina, eilífðina og andartakið. Þetta er sjötta ljóðabók Njarðar en hálf öld er nú liðin síðan sú fyrsta kom út. Hann hefur á sextíu ára höfundarferli sent frá sér frumsamdar bækur af ýmsu tagi og fjölda þýðinga, ekki síst á ljóðum.

Fjörusprek og Grundargróður

Rúnar Kristjánsson er baráttuskáld. Hann yrkir ljóð til þess að vekja athygli á því sem betur má fara og kveikja von í brjósti þeirra sem minna mega sín. Í ljóðunum má finna trúarhita skáldsins, væntumþykju og von um betri og bjartari veröld, en líka illan grun um að maðurinn sé að villast á vegferð sinni. Rúnar er skáld hins hefðbundna ljóðforms.

Flagsól

Í þessari undurfallegu myndskreyttu ljóðabók fáum við að kynnast leyndarlífi íslenskra sveppa. Raddir þeirra berast okkur úr skógarbotninum og vegkantinum, af trjábolum, greinum og steinum; við kynnumst sveppum sem skjóta, springa, seyta, fettast og brettast, trega og syrgja, daðra og elska. Á fjórða tug vatnslitamynda eru í bókinni.