Ljóð og leikrit

Af djúpum straumi

Af djúpum straumi er þriðja ljóðabók Ferdinands Jónssonar. Hann vakti mikla athygli fyrir frumraun sína, Innsævi, og sagði Védís Skarphéðinsdóttir bókmenntafræðingur í dómi sínum: „bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur.“ Á eftir Innsævi sendi Ferdinand frá sér Í úteyjum.

Dagslátta

Ari Jóhannesson læknir sækir yrkisefni sín öðrum þræði í starf sitt og tvinnar saman ljóðmál og læknamál í áhrifaríkum svipmyndum af fólki á ystu nöf. Lífsháskinn er hvergi fjarri en skáldið lýsir því sem fyrir ber með kímnu raunsæi. Þetta er önnur ljóðabók Ara en fyrir þá fyrri hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Eldsbirta

Stuttu eftir að eldgosið við Fagradalsfjall hófst fékk kona sinn dauðadóm. Hún var búsett á Reykjanesi og nýtir síðustu mánuði lífsins til þess að fara að gosinu, þegar heilsa leyfir. Konan upplifir alheim í nýju ljósi og skynjar sterkt að örlög hennar eru aðeins hlekkur í keðju örlaga frá örófi. Ljóðin spretta upp, þankar hennar við ævilok.

Ég

Fyrsta ljóðabók Tryggva Rafnssonar fjallar á opinskáan hátt um glímu höfundarins við geðveikina. Textarnir eru bæði ljóðrænir og aðgengilegir og opna þannig leið inn í umræðu sem mörgum reynist erfið.

Ég er nú bara kona

Ástarleit er örðugt starf / þótt oft það bæti þroska. / Til að krækja í kóngsson þarf / að kyssa marga froska. Fyrsta bók höfundar sem hefur verið hluti af hagyrðingasamfélaginu um árabil. Eftir hana hafa birst vísur og kvæði sem hafa vakið verðskuldaða athygli, enda hefur hún næmt eyra fyrir brag og ljóð hennar eru vel ort, frumleg og grípandi.

Fárra orða ljóð

Góð hæka er sem dögg í grasi eða snjókorn á nakinni trjágrein; hún kemur eitt andartak og hverfur jafnharðan, en fer þó hvergi. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt, en ætti þó að vera augljóst þeim sem ljóðum unna. Ljóðlist, eins og öll list, er spurning um skynjun, ekki skilning. Sama gildir um tönkur, þær koma og fara, en sitja þó um kyrrt.

Fingramál

Í níundu ljóðabók sinni leiðir Guðrún lesandann „leikandi létt / burt frá landamærum þagnarinnar“ og með ósvikinni röddu birtir honum heiminn „með nýju letri / nýju gliti“ jafnt í björtum tónum sem myrkum, óþekktum sem kunnuglegum.

Heildarsafn ritverka Sjóns

Með einstöku hugmyndaflugi, víðtækri þekkingu og magnaðri stílgáfu hefur Sjón auðgað bókmenntirnar og vakið athygli víða. Hér koma út í einu lagi öll ritverk hans frá 1978 til 2022, þrettán ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Verkin koma einnig út sem hljóðbækur