Áður en ég breytist
Elías er verðlaunaskáld og þýðandi frá Galisíu sem yrkir á íslensku af ótrúlegu öryggi og innsæi. Sjálfur lýsir hann þessari bók sem „svaðilför í ljóðum þar sem höfundurinn keppist við að bjarga minningum“.
Elías er verðlaunaskáld og þýðandi frá Galisíu sem yrkir á íslensku af ótrúlegu öryggi og innsæi. Sjálfur lýsir hann þessari bók sem „svaðilför í ljóðum þar sem höfundurinn keppist við að bjarga minningum“.
Ljóðin eru aðallega lofsöngur til samfélags karlmanna og holdsins lystisemda en helgidómar andans koma líka við sögu.
Aðalheiður Halldórsdóttir hefur í áratugi dansað með Íslenska dansflokknum og komið að ótal leikhúsuppfærslum sem dansari, leikkona, danshöfundur og höfundur sviðshreyfinga í leikverki. Hún stígur nú sín fyrstu dansspor inn á svið skáldskaparins.
Kröftug og falleg, fyndin og átakanleg ástarjátning til lífsins eftir dansarann og danshöfundinn Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Ljóðin skrifaði hún á meðan hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Vorið 2023 var frumsýnt dansleikverk með sama nafni á stóra sviði Þjóðleikhússins, byggt á textum hennar.
Til minnis: er fyrsta ljóðabók Áslaugar Jónsdóttur sem getið hefur sér gott orð sem höfundur myndlýstra barnabóka, leikrita og margs konar bókverka. Ljóðin birta sterkar augnabliksmyndir af náttúru og mannlífi, bæði í iðandi borg og úti í náttúrunni, allan ársins hring.
Í þessari ævintýralegu bók stíga borg, náttúra og mannlíf saman dans, ýmist hægan eða trylltan, angurværan eða ágengan. Tónninn er bæði hlýr og beittur í tæpitungulausum ljóðum sem einkennast af húmor og skarpri sýn á samfélag og samtíð. Það er langt síðan Magnea hefur sent frá sér skáldskap en í bókinni eru yfir fjörutíu ljóð frá löngu tímabili.
Halla Gunnarsdóttir yrkir hér um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns. Hún lýsir átökunum, sársaukanum og gleðinni en inn á milli skjóta upp kollinum kómískir atburðir sem eiga sér stað mitt í þessu tilfinningaróti.