Ljóð og leikrit

Þar sem malbikið endar

Í þessari ævintýralegu bók stíga borg, náttúra og mannlíf saman dans, ýmist hægan eða trylltan, angurværan eða ágengan. Tónninn er bæði hlýr og beittur í tæpitungulausum ljóðum sem einkennast af húmor og skarpri sýn á samfélag og samtíð. Það er langt síðan Magnea hefur sent frá sér skáldskap en í bókinni eru yfir fjörutíu ljóð frá löngu tímabili.

Þú

Halla Gunnarsdóttir yrkir hér um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns. Hún lýsir átökunum, sársaukanum og gleðinni en inn á milli skjóta upp kollinum kómískir atburðir sem eiga sér stað mitt í þessu tilfinningaróti.