Niðurstöður

  • Ljóð og leikrit

Aðkvæða

Aðkvæða er fyrsta ljóðabók Braga Jóhanns. Hún geymir 60 ljóð sem gefin eru út í tilefni sextugsafmælis höfundar - úrval frá löngum tíma og þau elstu nærri 40 ára gömul. Þó ljóðin séu um margt ólík innbyrðis þá eiga þau það sameiginlegt að vera innblásin af andagift augnabliksins hverju sinni.

Á asklimum ernir sitja

Matthías Johannessen hefur um áratuga skeið verið eitt fremsta ljóðskáld okkar Íslendinga. Hér sendir hann frá sér ný ljóð, kominn á tíræðisaldur. Í þessari djúpvitru og einlægu bók tekst skáldið á við samtímann og yrkir kunnugleg stef, um ást, söknuð, umhverfi, fugla, feigð – og von.

Á krossgötum

Á krossgötum er þriðja ljóðabók Benedikts Jóhannssonar. Hér eru bæði ljóð í frjálsu formi og háttbundin. Þau fjalla um lífið og tilveruna, andann og efnið, tímann og eilífðina. Mörg eru í senn alvöruþrungin og kímin en sum eru nokkuð draumkennd.

Álfheimar

Skáldið úr Laugardalnum lýsir heiminum í einföldum setningum, án kaldhæðni og stæla. Sjónarhornið er kirfilega njörvað við hversdagsleika Laugardalsbúa, skrítið og tært en samtímis fjarrænt og súrrealískt. Brynjar hefur áður gefið út 12 stuttar ljóðabækur. Álfheimar er fyrsta ljóðabókin hans í fullri lengd.

Caminos/Stígar

Caminos/Stígar er tvímála útgáfa (íslenska og spænska) á ljóðabókinni Stígar (2001) eftir Guðberg Bergsson, einn af lykilhöfundum íslenskra bókmennta. Þýðandinn Rafael García Pérez hefur þýtt ýmis önnur íslensk bókmenntaverk á spænsku, meðal annars ljóðabækurnar Svartur hestur í myrkrinu eftir Nínu Björk Árnadóttur, og Blóðhófnir eftir Gerði...

Djöflarnir taka á sig náðir

og vakna sem guðir

Loksins, eftir áratuga bið, kemur ný ljóðabók eftir einn þekktasta og vinsælasta verðlaunahöfund samtímans. Á síðastliðnu ári komu út í einni bók þrjár eldri ljóðabækur Jóns Kalman sem er þekktari fyrir skáldsögur sínar, m.a. verðlaunabókina Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005), Vestfjarðaþríleikinn, og nú síðast Fjarvera þín er myrkur (2021).

Draumasafnarar

Ellefta ljóðabók Margrétar Lóu geymir myndræn og tregafull ljóð um horfna vini og hlátur sem ómar ekki lengur, en er um leið óður til lífsins og ferðalagsins framundan, þar sem ný kynni kvikna og nýjar sögur verða til. Einvera og vinátta, lífsþorsti og heit þrá, draumar og ævintýri sem enda ekki alltaf vel; minnisstæð ljóð um allt það sem lifnar og deyr.

Eilífðarstef

Vatnsgutl við ísvök áar frosin þögn hjarns mynda eilífðarstef. Eilífðarstef er þriðja ljóðabók höfundar sem hefur að auki skrifað tvær ævisögur og rekið sauðfjárbú í Norðfirði og í Vestur-Ástralíu.

Ekki var það illa meint

Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Strax sem ungur maður gerði Hjálmar vísur sem urðu fleygar vegna þess hversu fyndnar þær voru. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki, draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart og vakti þannig oftar en ekki óstöðvandi kátínu.

Ennþá vakir vísnaglóð

Höfundur var Skagfirðingur og bjó lengst af á Sauðárkróki þar sem hann stofnaði meðal annars og starfrækti minjasafn. Hann var afkastamikið skáld og hagyrðingur og eftir hann liggur mikið safn fjölbreytts kveðskapar. Bókin hefur að geyma úrval af ljóðum Kristjáns, valið af Ragnari Aðalsteinssyni sem jafnframt ritar formála.

Ég brotna 100% niður

Niðurbrot og endurreisn, ásýnd og innihald, appelsínur og plastpokar – allt verður þetta Eydísi Blöndal að yrkisefni í skörpum myndum og snjöllum hugleiðingum. Hún hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Tíst og bast og Án tillits sem báðar vöktu mikla athygli og fyrir þá síðari hlaut hún tilnefningu til Maístjörnunnar.

Fimm leiðir til að komast óhultur gegnum dimman skóg um nótt

ljóðaúrval

Roger McGough er eitt þekktasta núlifandi skáld Breta og hefur á rúmlega 50 ára ferli sent frá sér tugi ljóðabóka auk annarrra skáldverka. Upphaf ferils hans má rekja til útgáfu The Mersey Sound, ljóðaúrvals þriggja ungskálda sem kenndu sig ýmist við heimabæinn Liverpool eða fljótið Mersey sem rennur í gegnum borgina. Ljóðin í þessu úrvali spanna að nokkru leyti allan feril s...

fingraför - arkíf

Ljóðabókin fingraför-arkíf er önnur bók Sigurðar Arnar. Áður hefur komið út eftir hann í samvinnu við Harald Jónsson myndlistarmann bókin, fundin ljóð í ferðabók sveins pálssonar læknis. Forlagið þrjár hendur gaf út.

Garðskúr afa Sig

Garðskúr Afa Sig er sjálfstætt framhald prósabókarinnar Eldhús Ömmu Rún sem kom út vorið 2012 og vakti verðskuldaða athygli, en þar fjallaði höfundur um hversdagsleg samskipti sín við ömmurnar á Akureyri, gömlu bóndakonuna og verkakonuna. Í þessar bók hafa afarnir orðið, aldni framsóknarmaðurinn og sannfærði kommúnistinn sem ganga til starfa sinna á lagernum ...

Glerflísakliður

Glerflísakliður er önnur ljóðabók Ragnheiðar Lárusdóttur, en fyrir fyrstu bók sína, 1900 og eitthvað, hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2020.

Hamingja

Felst hamingjan í hinu hversdagslega og venjubundna: rigningunni, vorkomunni, öllu því sem lífið færir okkur? Felst hún í því að fá það sem maður vill – eða kannski frekar í því að vilja það sem maður fær? Didda hefur áður sent frá sér bækur og birt ljóð og greinar í tímaritum, auk þess sem hún hefur samið texta fyrir ýmsar hljómsveitir.

Harmaborgin

Efni ljóðanna á sér stað á friðsælum reit, kirkjugarði, sem tekur á sig hrollvekjandi myndir þegar svo ber undir. Flest eru ljóðin fram sett af mildi og stemningin snertir hug og hjarta lesenda. Ég er býsna lukkulegur með þessi ljóð og titillinn er afbragðsorðaleikur. – Gísli Rúnar Jónsson

Hún sem stráir augum

Ljóð Bjarkar Þorgrímsdóttur eru margslungin og draumkennd og seiða lesanda með djúpri tilfinningu. Hún hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Bananasól og Neindarkennd og hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2020 fyrir ljóðið „Augastein“.