Niðurstöður

  • Ljóð og leikrit

Af djúpum straumi

Af djúpum straumi er þriðja ljóðabók Ferdinands Jónssonar. Hann vakti mikla athygli fyrir frumraun sína, Innsævi, og sagði Védís Skarphéðinsdóttir bókmenntafræðingur í dómi sínum: „bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur.“ Á eftir Innsævi sendi Ferdinand frá sér Í úteyjum.

Allt og sumt

Eitthundrað stökur og spökur. Athugasemdir, hugleiðingar, stemmningar um nokkurn veginn hvað sem er. Eða eins og segir í lokaerindi bókarinnar: Ég hef ort heitt og kalt um hátt og lágt – sprækt, hrumt. Ort hef ég um allt en þó mest um sumt.

Allt sem rennur

Á hverju ári sendir hún fyrrverandi eiginmanni sínum skilaboð ég lifi á hverju ári svarar hann ég veit Allt sem rennur er ný ljóðsaga eftir höfund Flórída og Svínshöfuðs .

Bland í poka

Höfundurinn, Páll Jónasson ólst upp við ljós og lausavísur og íslenskt mál hefur alltaf verið honum hugleikið. Hér býður hann ykkur upp á bland í poka frá árunum 1997-2022.

Blástjarna efans

Þetta er sjötta ljóðabók Valdimars Tómassonar sem eins og í fyrri bókum sínum yrkir í knöppu formi og með markvissu og afar fáguðu myndmáli um djúpar og stundum sárar tilfinningar.

Dagslátta

Ari Jóhannesson læknir sækir yrkisefni sín öðrum þræði í starf sitt og tvinnar saman ljóðmál og læknamál í áhrifaríkum svipmyndum af fólki á ystu nöf. Lífsháskinn er hvergi fjarri en skáldið lýsir því sem fyrir ber með kímnu raunsæi. Þetta er önnur ljóðabók Ara en fyrir þá fyrri hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Eintal við tungl

Eintal við tungl er þriðja ljóðabók Sigurðar Arnar

Ekkert hálfkák og sút

Vísur og kvæði eftir Hermann frá Kleifum

Í bók þessari birtast vel á annað hundrað vísur, auk nokkurra kvæða, eftir Hermann Kristin Jóhannesson frá Kleifum í Gilsfirði. Vísur hans um menn og málefni líðandi stundar eru óvenju snjallar og hafa sumar orðið landfleygar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist útgáfuna og ritar inngang.

Eldsbirta

Stuttu eftir að eldgosið við Fagradalsfjall hófst fékk kona sinn dauðadóm. Hún var búsett á Reykjanesi og nýtir síðustu mánuði lífsins til þess að fara að gosinu, þegar heilsa leyfir. Konan upplifir alheim í nýju ljósi og skynjar sterkt að örlög hennar eru aðeins hlekkur í keðju örlaga frá örófi. Ljóðin spretta upp, þankar hennar við ævilok.

Ég

Fyrsta ljóðabók Tryggva Rafnssonar fjallar á opinskáan hátt um glímu höfundarins við geðveikina. Textarnir eru bæði ljóðrænir og aðgengilegir og opna þannig leið inn í umræðu sem mörgum reynist erfið.

Ég er nú bara kona

Ástarleit er örðugt starf / þótt oft það bæti þroska. / Til að krækja í kóngsson þarf / að kyssa marga froska. Fyrsta bók höfundar sem hefur verið hluti af hagyrðingasamfélaginu um árabil. Eftir hana hafa birst vísur og kvæði sem hafa vakið verðskuldaða athygli, enda hefur hún næmt eyra fyrir brag og ljóð hennar eru vel ort, frumleg og grípandi.

Ég vil bæta mitt land

Þriðja ljóðabók Ólafs F. Magnússonar læknis. Henni fylgir geisladiskur með lögum hans og ljóðum sem er fjórði geisladiskurinn sem Ólafur lætur frá sér fara.

Fárra orða ljóð

Góð hæka er sem dögg í grasi eða snjókorn á nakinni trjágrein; hún kemur eitt andartak og hverfur jafnharðan, en fer þó hvergi. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt, en ætti þó að vera augljóst þeim sem ljóðum unna. Ljóðlist, eins og öll list, er spurning um skynjun, ekki skilning. Sama gildir um tönkur, þær koma og fara, en sitja þó um kyrrt.

Fingramál

Í níundu ljóðabók sinni leiðir Guðrún lesandann „leikandi létt / burt frá landamærum þagnarinnar“ og með ósvikinni röddu birtir honum heiminn „með nýju letri / nýju gliti“ jafnt í björtum tónum sem myrkum, óþekktum sem kunnuglegum.

Heildarsafn ritverka Sjóns

Með einstöku hugmyndaflugi, víðtækri þekkingu og magnaðri stílgáfu hefur Sjón auðgað bókmenntirnar og vakið athygli víða. Hér koma út í einu lagi öll ritverk hans frá 1978 til 2022, þrettán ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Verkin koma einnig út sem hljóðbækur

Helgarsögur

Gár og Gys

Þetta eru sögur í bundnu máli, þar á meðal kirkjusögur (gaman og alvara), sögur úr Grundarþingum í Eyjafirði, þjóðsögur og einkamálasögur, hlýjar og ljúfar.

Humm

Í þessari látlausu og fallegu ljóðabók vefur Linda Vilhjálmsdóttir persónulega sögu sína og bernskuminningar saman við reynslu formæðra sinna svo að úr verður voldugur hljómur sem endurómar í huga lesanda lengi eftir að lestrinum er lokið.

Í morgunsárið

Aðeins lítið augnablik, / alda rís og kveður. Rúnar Þorsteinsson fæddist á Stöðvarfirði árið 1956 og settist að erlendis 25 ára gamall. Í langri útivist hefur hin hefðbundna íslenska ljóðagerð viðhaldið móðurmálinu og verið höfundi til dægrastyttingar. Í morgunsárið er fyrsta bók höfundar.