100 kvæði
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
100 kvæða úrval eftir Þórarin Eldjárn, gefin út til að fagna því að hálf öld er liðin frá því Kvæði, fyrsta bók hans kom út 1974. Kristján Þórður Hrafnsson, skáld og þýðandi, valdi kvæðin.
Aðlögun er sjötta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur. Aðlögun nær til þeirra eiginleika sem hafa þróast hjá lífverum og auka möguleika þeirra á að lifa af og fjölga sér í tilteknu umhverfi. Aðlögun getur tekið á sig ýmsar myndir, svo sem líkamlegar breytingar, hegðunarbreytingar eða breytt mynstur hringrásar lífsins.
Lífsreynslan er leiðarstefið í þessari fallegu og hlýju ljóðabók sem tekst þar að auki á við nokkrar áleitnustu spurningar lífsins. Náttúran er heldur ekki langt undan eins og gjarnan áður í bókum höfundar, svo og nálægð tímans í töfrandi skáldskap og einstakri orðsnilld.
Langflest ljóðanna í bókinni eru prósar sem sum hver hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt. Þessi bók er perla.
...langar að leggjast í mosann horfa upp í trjákrónurnar og minnast hamingjunnar. Höfundur horfir til átthaganna og þess hvernig þeir hafa mótað viðhorf hennar og viðbrögð í lífinu.
Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur og í beinu framhaldi svo tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum.
EINURÐ er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast.
Höfundur tekst á við tilvistarspurningar og tilfinningalegar upplifanir þar sem vonin og þakklætið skipa öndvegi. Höfundur hefur starfað um áratugaskeið við fræðslumál innan skólakerfisins, en síðast sem aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Fimmta bók höfundakollektífsins Svikaskálda er galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft. Svikaskáld eru Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir.
Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans. Þetta er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu.
Fjórða ljóðabók Þórunnar, sem er einhver fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið og laust mál og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Bókin geymir á fjórða tug ljóða og yrkisefnin fjölbreytt, frá hverdagslífi til stærri spurninga um tilveru, ást og uppruna.
Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni. Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar. Bókin er á ensku og íslensku. Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð.
Ljóðabókin Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar gefur innsýn í heim þar sem iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum. Hún leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu.
Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni. Sigurbjörg hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín en Flaumgosar er tíunda ljóðabók hennar.
Fuglar á Fróni er fræðandi, áhugaverð og glæsilega myndskreytt vísnabók um 24 fuglategundir sem finna má á Íslandi. Eflaust leynist uppáhaldsfuglinn þinn hér.
Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur verið sögð og skráð en Bubbi mætir sífellt nýjum veruleika: Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og orð fá ekki alltaf hljómgrunn. Í brjóstinu býr uggur en líka fögnuður yfir nýjum degi, nýrri veröld.
LAGA HÖFUNDARNAFN --- Ljóðskáldið Árni Larsson er fæddur í Reykjavík árið 1943. Fyrsta bók hans, Uppreisnin í grasinu kom út árið 1972. Árni hefur í áratugi notið viðurkenningar sem rithöfundur og ljóðskáld. Geðhrærivélar er sextánda bók höfundar.
Grætur Guð? er fyrsta ljóðabók Hjördísar Bjargar Kristinsdóttur — hækur um lífið og tilveruna.