Ljóð og leikhandrit

Félagsland

Fyrsta ljóðabók Völu Hauks sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024. Rauður þráður í bókinni eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra, andblær og ásýnd. Vala yrkir beinskeytt ljóð um lífið í landinu, samfélag og menningu, litbrigði náttúrunnar og hugans, strjála byggð og samvistir við aðra, með léttleika og óvanalega sýn í farteskinu.

Ljóðasafn

Djúpur og kjartnyrtur skáldskapur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi fyrir því óræða og fíngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma. Safnið hefur að geyma allar tíu ljóðabækur Guðrúnar frá 2007-2024.