Niðurstöður

  • Matur

Bakað með Evu

Bakað með Evu hefur að geyma rúmlega 80 uppskriftir að bökuðu góðgæti af öllum stærðum og gerðum sem henta við öll tilefni. Háar og tignarlegar veislutertur, ilmandi pönnukökur og vöfflur, gómsætir brauðréttir og sætabrauð, dásamlegar marengstertur, girnilegar osta- og skyrkökur, frábærar formkökur og smákökur og litríkar bollakökur eru meðal þess sem prýðir síður bókarinnar.

Bakarabókin

Yfirgripsmikil kennslubók á vefbókarformi, sem er íslensk þýðing og staðfæring á bókunum Bageri og Konditori sem Samtök sænskra bakara stóðu að. Um er ræða viðamesta kennsluefni fyrir bakaraiðn sem komið hefur út á íslensku og inniheldur gagnvirkar orðskýringar, skýringarmyndbönd og uppskriftir auk fjölmargra tengla á ítarefni.

Bestu kleinur í heimi

Íslenskar kleinuuppskriftir og skemmtilegur fróðleikur um kleinur

Þær gleymast seint kleinurnar sem urðu til í eldhúsinu heima. Ingunn Þráinsdóttir hefur lengi safnað kleinuuppskriftum um allt land, og þær er nú að finna í þessari fallega myndskreyttu bók. Í bókinni eru 57 kleinuuppskriftir, gott sýnishorn af heimagerðum íslenskum kleinum. Auk uppskriftanna er í bókinni skemmtilegur fróðleikur um kleinur.

Borð fyrir einn – allan ársins hring

Að elda fyrir einn – girnilegan, hollan og góðan mat af öllu tagi – er auðveldara en margir halda. Hér eru allar uppskriftir ætlaðar fyrir einn, hvort sem um er að ræða hversdagsrétti eða veislumat, pottrétti og súpur eða létta rétti, kjötrétti, fiskrétti eða grænmetisrétti, eftirrétti, kökur eða meðlæti. Bók sem kemur sér afar vel fyrir einbúa – og aðra líka.

Borðum betur

Fimm skref til langvarandi lífsstílsbreytinga.

Í þessari fróðlegu og handhægu bók leiðir Rafn Franklín heilsuráðgjafi og þjálfari lesendur á markvissan hátt í gegnum 5 skref sem umbreyta mataræðinu. Breytingarnar stuðla að langvarandi heilbrigði og hjálpa þeim sem vilja haldast í kjörþyngd. Rafn miðlar sinni þekkingu á einstakan hátt í bókinni auk þess sem girnilegar og heilnæmar uppskriftir fylgja.

Börnin baka

Bókin Börnin baka inniheldur fjöldann allan af einföldum uppskriftum sem henta vel fyrir börn og unglinga. Uppskriftirnar eru að mestu tengdar bakstri en í bókinni er einnig að finna uppskriftir að einföldu góðgæti sem ekki felur í sér bakstur. Í bókinni eru gefin góð ráð fyrir bakstur ásamt því sem leiðbeiningamyndir eru við flóknari uppskriftir.

Eftirlætisréttir Eddu

Edda hefur haft áhuga á mat og matargerð í tugi ára og viðað að sér fróðleik og uppskriftum úr ýmsum áttum og lagað að sínum smekk. Fjölskylda hennar og vinir hafa fengið að njóta alls konar kræsinga sem hún hefur töfrað fram. Eftirlætisréttir Eddu eru hollur og bragðgóður heimilismatur ‒ sannkallaðir veisluréttir. Verði ykkur að góðu.

GRILL

GRILL hefur að geyma fleiri en 100 girnilegar uppskriftir úr smiðju Viktors og Hinriks í Sælkerabúðinni ásamt góðum ráðum um grill- og eldunaraðferðir. Réttir bókarinnar eru fjölbreyttir og hver öðrum gómsætari. Hráefnið er af ýmsum toga, allt frá nauti til grænmetis, villibráðar til skelfisks og sósum til eftirrétta. GRILL er yfirgripsmikil og falleg matreiðslubók sem blæs gri...

HEIMABARINN

HEIMABARINN býður upp á fjölda spennandi uppskrifta í bland við áhugaverðan fróðleik - sannkallaður dýrgripur fyrir alla sem hafa gaman af að lífga upp á tilveruna með kræsilegum kokteilum!

Heima hjá Lækni­num í eldhúsinu

Heima líður okkur vel og þar eigum við okkar bestu stundir. Ástríðukokkurinn og Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr, er kominn heim eftir langa dvöl erlendis og hér töfrar hann fram litríkt lostæti sem aldrei fyrr. Enda á heimavelli. Læknirinn í eldhúsinu sló í gegn með fyrri bókum sínum, sem eru löngu orðnar ófáanlegar.

Jómfrúin

Dönsk og dejlig í 25 ár

Jómfrúin hefur á þeim 25 árum sem hún hefur starfað fangað hjörtu þeirra sem miðbæ Reykjavíkur sækja. Bókin sem hér kemur fyrir sjónir lesenda er óður til Jómfrúarinnar. Í henni má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, sögu veitingastaðarins og vitnisburð fastakúnna sem allir kalla Jómfrúna sína enda eru veitingastaðir hvorki stærri ...

Næringin skapar meistarann

Hvernig getur íþróttafólk hámarkað árangur sinn og náð meiri færni í leik sínum? Færa breyttar áherslur í mataræði fólk beint á toppinn? Það veit Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og knattspyrnukona, sem deilir hér hagnýtum fróðleik um næringu og mataræði ásamt girnilegum uppskriftum. Einnig fáum við innsýn í máltíðir þekkts íþróttafólks á leikdegi.