Matur og drykkur

Betri líðan á breytingaskeiði

Heilnæmt mataræði og girnilegar uppskriftir

Konur geta hamið einkenni breytingaskeiðs og aukið lífsgæði sín með því að huga vel að daglegu mataræði. Hér er að finna ráðgjöf um næringu og venjur sem koma jafnvægi á hormón, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsu. Lífsstíls- og næringarráðgjöf með yfir áttatíu ljúffengum uppskriftum sem auka orku og vellíðan á breytingaskeiði.

Matreiðsla

Matvælabraut - 1. þrep

Matreiðsla er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi matvælabrauta. Í bókinni er farið yfir helstu grunnatriði sem nauðsynleg eru fyrir áframhaldandi nám og starf í matreiðslu. Bókin hefur að geyma fjölda mynda og myndbanda auk orðskýringa og gagnvirkra spurninga. Höfundarnir hafa allir kennt við matvælabraut Menntaskólans í Kópavogi.