Matur og drykkur

Bakað með Láru og Ljónsa

Lára og Ljónsi elska að hjálpa til í eldhúsinu og skemmtilegast af öllu er auðvitað að prófa sig áfram við bakstur. Hér eru fjölmargar ljúffengar uppskriftir eftir Sylvíu Haukdal bakara sem henta krökkum á öllum aldri, bæði fyrir hátíðleg tækifæri og hversdaginn. Bókina prýða fallegar ljósmyndir auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa.

Fjórar vikur – fjögur ráð

Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn

Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykursbyltingarinnar sem sló í gegn 2023. Hún sýnir hvernig hægt er að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu. Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar.

Fræ

Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.

Síldardiplómasía

Ferðalag frá nyrstu slóðum Íslands til syðsta odda Afríku í hlýjum faðmi síldarinnar

Síldardiplómasía fjallar, eins og nafn bókarinnar bendir til, um hinar mörgu hliðar síldarinnar, allt frá þætti hennar í menningu þjóða yfir í dýrindis síldarrétti, með viðkomu á ótal stöðum, meðal annars hjá þremur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, sem stunda síldveiðar. Þau eru: Síldarvinnslan, Brim og Skinney-Þinganes.

Stóra brauðtertubókin

Þegar góða veislu gjöra skal er alltaf pláss fyrir brauðtertu. Hún er órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar og hefur verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga. Hér má finna fjölda girnilegra brauðtertuuppskrifta, einföld ráð, viðtöl við einlæga aðdáendur brauðtertunnar. Allt sem þú vissir ekki að þú þyrftir að vita um brauðtertur – og meira til.