Matur og drykkur

Betri líðan á breytingaskeiði

Heilnæmt mataræði og girnilegar uppskriftir

Konur geta hamið einkenni breytingaskeiðs og aukið lífsgæði sín með því að huga vel að daglegu mataræði. Hér er að finna ráðgjöf um næringu og venjur sem koma jafnvægi á hormón, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsu. Lífsstíls- og næringarráðgjöf með yfir áttatíu ljúffengum uppskriftum sem auka orku og vellíðan á breytingaskeiði.

Helvítis matreiðslubókin

Hér er að finna gómsætar og einfaldar uppskriftir, eldhússögur og góð ráð beint frá Helvítis kokkinum. Í bókinni eru nokkrir af vinsælustu réttunum úr þáttunum og svo miklu meira. Ef þú elskar bragðgóðan og einfaldan mat þá er þessi bók fyrir þig, hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur kokkur! Sleppum helvítis kjaftæðinu og eldum góðan mat saman!