Niðurstöður

  • Barnabækur - Myndskreyttar 0-6 ára

5 mínútna FROZEN sögur

Ævintýri í Arendell! Taktu þátt í heillandi ævintýrum Önnu, Elsu og vina þeirra í Arendell. Þessi lítríka ævintýrabók er tilvalin í sögustund fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.

Aldrei snerta hákarl

Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta dýrin sem búa í sjónum ... ef þú þorir! Skemmtileg barnabók fyrir þau allra yngstu.

Asmódeus litli

Asmódeus litli er ekki eins og aðrir í Undirheimum. Hann vill aldrei slást eða vera með andskotans læti og langar ekki til að gera neitt af sér. Hvað eiga foreldrar hans þá til bragðs að taka? Eina ráðið er víst að senda hann upp á yfirborð jarðar þar sem honum er ætlað að sýna fram á að hann sé sannur sonur föður síns. Mögnuð saga eftir einn þekktasta barnabókahöfund Svía. My...

Bílasögur

Það er líf og fjör hjá bílunum í Vatnskassavin! Leiftur McQueen er nýi bíllinn í bænum en kynnist fljótt litríkum íbúum staðarins. Saman halda vinirnir óvænta veislu, aðstoða við löggæslu, æfa slökkviliðsstörf og hlusta á ævintýralegar sögur Króks.

Bókin sem vildi ekki láta lesa sig

VARÚÐ! Þetta er sagan um bókina sem vildi ekki láta lesa sig. Bókina sem í prakkaraskap sínum beitir ólíklegustu brögðum til þess að vera látin í friði. Orð breytast. Bókin lokast og skyndilega - krókódíll! Óvenju lífleg, þrjósk og algerlega töfrandi myndabók, skrifuð af litlum fyndnum manni.

Búálfar: Jólasaga

Búálfar: Jólasaga segir frá búálfum og lífi þeirra í kringum jól og áramót. Búálfar eiga heima inn á heimilum okkar og eiga þeir það til að fá alls konar hluti „lánaða“ frá okkur mannfólkinu. Búálfar hafa sérstaklega mikið dálæti á sokkum af öllum stærðum og gerðum. Þetta er falleg jólasaga sem er ríkulega myndskreytt, með skemmtilegum persónum og hentar börnum á öllum...

Depill – Bók og bangsi í kassa

Hvar er Depill? Í þessu fyrsta ævintýri Depils geta börnin tekið þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Eftirlætis flipabók allra barna í fallegum gjafakassa ásamt krúttlegum og mjúkum Depils-bangsa.

Depill heimsækir afa og ömmu

Í þessari bók fer hvolpurinn fjörugi og skemmtilegi í heimsókn til afa og ömmu. Lyftið flipunum til að sjá hvað Depill og afi og amma gerðu sér til skemmtunar.

Depill í leikskól­anum

Ávaxtastundin er að hefjast ... En hvar er Depill? Lyftu flipunum og gáðu hvað þú sérð! Í þessari skemmtilegu bók bregður hvolpurinn fjörugi sér á leik í leikskólanum.

Depill – Límmiðabók

Í þessari bók er fjöldi skemmtilegra mynda sem börnin geta skreytt enn frekar með límmiðum. Þeim er boðið með Depli út að leika í snjónum, rigningunni, rokinu og sólskininu. Þau fara líka með Depli og vinum hans að máta búninga fyrir grímuball. Allt fullt af límmiða-GAMNI!

Depill – Stóra límmiða­bókin í fríið

Alls konar verkefni sem halda vinum Depils glöðum og kátum í fríinu. Og allir fá gullstjörnu fyrir rétt svör! Í þessari bók eru ótal límmiðar, myndir til að lita og skemmtilegar þrautir. – Slástu í för með Depli og vinum hans í frábæru límmiða-gamni!

Drottningin sem kunni allt nema ...

Bambalína drottning kann allt! Nema kannski eitt. Hvað ætli það sé? Kannski kemur það í ljós daginn sem hún þeysir í hestvagninum sínum til að opna nýja leikskólann. Sprenghlægileg saga handa börnum sem kunna líka (næstum) allt og foreldrum sem kunna gott að að meta.

Dundað á jólunum

Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna. Tússpenni fylgir með bókinni. Í henni eru skemmtileg verkefni sem hægt er að gera aftur og aftur.

Baðbók

Dýrabörn

Börnin elska að skoða bók í baði, sundi eða sturtu. Með þessum skemmtilegu bókum verður ennþá meira fjör! Litríkar myndir á mjúkum, vatnsþolnum síðum.

Dýrasögur

9 fallega myndskreyttar sögur

Dýrðlegt safn af ógleymanlegum sögum fyrir börn. Fallegar sögur fyrir börn tveggja ára og eldri.

Elsku mamma

Þessi fallega myndskreytta bók er óður til hinna nánu samskipta móður og barns. Sérlega ljúf bók sem hentar vel til lesturs fyrir eins til fjögurra ára börn.

Ég elska ketti

Í þessari skemmtilegu flipabók leynist margur fróðleiksmolinn um ketti. Undir flipunum eru alls konar upplýsingar um fjölda kattartegunda, umönnun katta og hegðun þeirra.

Ég er ekkert (svo) myrkfælinn

Myrkrið getur verið ógnvænlegt en líka töfrandi ævintýraheimur. Það fer allt eftir því hvaða augum þú lítur það. Falleg bók í stóru broti fyrir 2 ára og eldri.