Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Bára og bæði heimilin

Bára er fjörug, fimm ára stelpa sem á tvö svefnherbergi, tvö rúm, tvo tannbursta og heilan helling af böngsum! Hún á nefnilega ekki eitt heimili heldur tvö. – Bók sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hvernig það er að eiga tvær fjölskyldur. „Loksins bók fyrir vikuvikubörnin! Sönn lýsing og fyndin í bland.“ / Hallgrímur Helgason, rithöfundur.

Bekkurinn minn Bumba er best!

Bumba er best fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana. Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast! Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu. Bekkurinn minn fjallar um nemendur í bekk í íslenskum grunnskóla.

Bogi Pétur broddgöltur Búningadagurinn mikli

Það er fallegur sunnudagsmorgunn í dýragarðinum er fjörlegir tónar raska ró Alfreðs og Boga Péturs broddgaltar. Í ljós kemur að dýrin hafa klætt sig í gervi þess dýrs sem þau langar mest til að vera svo að í dýragarðinum er nú fullt af nýjum og stórfurðulegum dýrum. Hvað eru fílaffi, flóðingói og páfgæs?