Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Týr

Fjórða stóra bók bresku metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler – höfunda Greppiklóar – sem kemur út á íslensku. Áhugasamasti nemandinn í drekaskólanum þráir ekkert heitar en að læra að fljúga, öskra og spúa eldi eins og alvöru drekar gera. En allt gengur á afturfótunum þar til hann eignast hjálpsama og hugrakka vinkonu.

Þegar litla systir kom í heiminn Þegar­ litla systir­ kom í heiminn

Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin getur nýst sem handbók þeirra sem vinna með börnum og foreldrum/forráðmönnum. Opnar spurningar fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu.