5 mínútna ævintýrasögur
Fjörugar sögur af fjölmörgum skrautlegum karakterum.
Fjörugar sögur af fjölmörgum skrautlegum karakterum.
Þegar teiknari og rithöfundur verður fyrir því óláni að handleggsbrotna eru góð ráð dýr. Í þessu tilfelli varð óhappið kveikjan að myndasyrpu með 34 mimunandi persónum, en leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur og hirslur á heimilinu. Við þessa flóru bættust síðan limrur til að túlka mismunandi persónur. Óvenjuleg og bráðfyndin bók!
Þessi bók fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum.
Þessi bók fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins.
Múmínsnáðinn er dapur í bragði. Snúður, besti vinur hans, er farinn. Hann er aldrei í Múmíndal á veturna. Múmínsnáðinn er alltaf leiður þegar Snúður fer. En sem betur fer á hann fleiri vini ... Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Blæju langar alls ekki að fara að sofa! Þrátt fyrir að það sé kominn háttatími. Hvað ætli gerist í draumkenndu kvöldævintýri hennar?
Bumba er best fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana.
Það er farið að rigna! Tilvalið að fara út og hoppa í pollunum – en hvar er Depill? Lyftu flipunum og láttu koma þér skemmtilega á óvart ...
Allra yngstu börnin munu njóta þess að skoða hin ýmsu dýr en um leið auka samhæfingu handa og augna, málskilning og uppfylla snertiþörf sína.
Öll fjölskyldan heldur út í skóg á aðventunni í leit að fullkomnu jólatré. Sitt sýnist hverjum um hvaða tré skuli velja en á endanum er það Unnsteinn sem fær að ráða. Hugljúf saga um fegurðina í því einstaka eftir Benný Sif Ísleifsdóttur með heillandi myndum Linn Janssen.
Pétur langar í lítið systkini. Aldrei þessu vant þarf hann ekki að rella lengi. En þegar Lena litla fæðist er Pétur ekki alveg viss lengur. Hann hefði kannski frekar átt að biðja um þríhjól. Yndisleg saga sem hefur skemmt og yljað stækkandi fjölskyldum í áratugi. Einstakar myndir Ilon Wikland gæða frásögnina töfrum.
Fjörug og litrík saga, að hluta til í bundnu máli, um forvitna froskinn sem spyr hin og þessi dýr í kringum sig hver sé þeirra uppáhalds fæðutegund. Myndir og texti kallast skemmtilega á og gamalkunnur brandari gengur í endurnýjun lífdaga.
Leitaðu og finndu með Ólafi, Önnu og Elsu. Sérðu hvalinn og krossfiskinn á ströndinni? Hvar eru flugdrekinn og fiðrildið í sápukúlukeppninni?
Í þessu fallega sögusafni er að finna skemmtilegar og lærdómsríkar sögur af ævintýrum Önnu, Elsu, Kristjáni, Ólafi og vinum þeirra í Arendell.
Það er gaman að læra fyrstu 100 orðin með Múmínálfunum í þessari skemmtilegur og fallegu flipabók. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Jólakötturinn er horfinn og jólasveinarnir fara því út í hríðarveðrið að leita hans. Það sem þeir koma með til baka kemur sannarlega á óvart. Brian Pilkington er sérfræðingur í jólakettinum og skjólstæðingum hans og dregur hér upp einstaklega hlýja og skemmtilega fjölskyldumynd af sinni alkunnu snilli. Einnig fáanleg á ensku.
Fimm skemmtilegar sögur um Gurru Grís á ferð og flugi! Æðisleg upplifun með alvöru stýri og mörgum tökkum og hljóðum!
Allra yngstu börnin munu njóta þess að skoða það sem heima er en um leið auka samhæfingu handa og augna, málskilning og uppfylla snertiþörf sína.