100 fyrstu orðin
Snertu, finndu og segðu! Yndisleg bók fyrir yngstu börnin.
Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.
Síða 1 af 7
Snertu, finndu og segðu! Yndisleg bók fyrir yngstu börnin.
Hér eru sögur af mestu ofurhetjum heimsins að takast á við alls konar óvini. Hvað gera Kóngulóarmaðurinn, Svarta ekkjan, Haukur, kapteinn Ameríka og Járnmaðurinn þegar á reynir? En Svarti pardusinn, Verndarar Vetrarbrautarinnar og kapteinn Marvel?
Bækurnar fjalla um ævintýralegt hversdagslíf tveggja óvenjulegra vina. Janís er uppátækjasamur strákur sem elskar grímur og búninga. Vinur hans, Kappi, er ruslakarl sem hefur verið tjaslað saman. Janís bjó hann sjálfur til úr ýmsu dóti sem hann fann inni í herberginu sínu. Það þarf bara örlítið ímyndunarafl - þá gerast undraverðir hlutir!
Stutt, myndskreytt saga handa ungum börnum. Í myndunum má lengi sjá eitthvað nýtt, svo gífurlega margt er þar á kreiki.
Amelía og Óliver er fyrst og fremst hugljúf saga um vináttu og leikgleði. Að auki þjálfar hún orðaforða með orðum sem börn heyra síður í töluðu máli en eru mikilvæg þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Systkinin Amelía og Óliver eru úti að leika og hitta tröll. Fyrst verða þau hrædd en sjá svo að tröllið vill bara leika.
Atli er búinn að vera duglegur að hjálpa til á heimilinu í allt sumar og mamma ætlar að verðlauna hann með tívolíferð. Þau bjóða Láru og Ljónsa með og framundan er ógleymanlegt fjör og skemmtun. Og risastórt kandífloss! Sögurnar um Láru, Ljónsa og Atla eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af.
Bjarni og bekkjarfélagar hans eru að læra um árstíðirnar í skólanum. Hann verður því heldur hissa þegar hann vaknar einn vormorgun og allt er á kafi í snjó! Þetta passar alls ekki við það sem kennarinn sagði. Hann fer út að rannsaka málið en hittir þá fyrir kúnstugar verur sem segjast stýra veðrinu en verst er að þær eru að rífast!
Fyrstu lögin okkar
Ný og vönduð íslensk barnabók með gullfallegum myndum og heillandi tónlist. Bókin er tilvalin til að styrkja tengsl foreldra og barna, sem geta notið þess saman að hlusta á tónlistina, syngja með og skoða litríku myndirnar. Á hverri síðu eru nemar sem yngstu lesendurnir geta sjálfir ýtt á, og heyra þá fjölbreytt hljóðfæri leika skemmtileg lög.
Bangsapokinn er myndskreytt barnasaga fyrir börn á öllum aldri. Þar segir frá fullum poka af heittelskuðum böngsum sem fyrir mistök mistæks afa lenda í nytjagámi Sorpu. Ógæfan virðist vofa yfir og algjör glötun blasir við þegar í ljós kemur að bangsarnir muni trúlega enda á haugunum. Allt fer þó vel að lokum. Myndir eru eftir Halldór El...
Byggð á bókum eftir A.A. Milne & E.H. Shepard
Hvar sem við ferðumst um veg, þar förum við Bangsímon, kjáninn og ég! Þeir félagarnir Bangsímon og Jakob Kristófer leggja enn af stað í ævintýri. Skyldi einhver vilja slást í för með þeim?
Þessi fallega bók um geiminn er frábær kynning á leyndardómum alheimsins. Á fallega myndskreyttum blaðsíðum má finna alheim af upplýsingum sem höfða jafnt til ungra sem eldri lesenda. Forvitnir lesendur fræðast meðal annars um sólkerfið, vetrarbrautir og daglegt líf geimfara.
Spilaðu fótbolta með Bjössa Bras. Mögnuð lítil bók með sniðugum rennum til að hreyfa. Sparkaðu boltanum og taktu þátt í alvöru stórleik! Bókin hentar þeim yngstu. Sagan er í bundnu máli.
Bjössi Bras er á höttunum eftir risaeðlum. Hjálpaðu honum að finna þær í þessari sniðugu bók - fyrir þau yngstu.
Bjössi Bras fer með vinum sínum í sund. Mögnuð lítil bók með sniðugum rennum til að hreyfa.Hoppaðu út í laug og taktu sundsprett! Bókin hentar þeim yngstu. Sagan er í bundnu máli.
Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku grípur um sig skelfing og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf.
Blæja og Bára eru mættar aftur í fjörugri og skemmtilegri sögubók. Alls eru sex frábærar sögur í þessari bók.
Lesendur leita að Blæju og Báru, fjölskyldu þeirra, vinum og alls kyns hlutum sem faldir eru á ströndinni, leikvellinum og inni á heimili Hælbeinsfjölskyldunnar. Takið þátt í gleðinni með uppáhalds hundum ungu kynslóðarinnar.
Ná Blæja og Bára að fá Pabba róbót til að taka til í leikherberginu?