100 fyrstu orðin
Þessi bók er með 80 vandaða flipa til að lyfta upp. Þroskandi verkfæri til að auka orðaforða barna.
Þessi bók er með 80 vandaða flipa til að lyfta upp. Þroskandi verkfæri til að auka orðaforða barna.
Fallegt sögusafn með tíu hugljúfum kósísögum.
Þú mátt aldrei snerta pöndu nema í þessari bók! Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta íþróttadýrin... ef þú þorir!
Baddi er frábær strákur en rosalega tilfinningaríkur. Og nú er Baddi reiður! Hann gerir allt vitlaust og urrar eins og grimmt ljón! Nei, reyndar er Baddi reiður eins og ... Skoðið, bendið, lesið og hlæið með Badda!
Baddi er frábær strákur en rosalega tilfinningaríkur. Og nú vill hann kyssa alla. Mömmu, pabba, stóru systur, hundinn, kisu og orminn. Nei, ekki orminn! Skoðið, bendið, lesið og hlæið með Badda!
Glæsilegt sögusafn með átta hrífandi sögum af Bangsímon og vinum hans.
Bíb-bíb! Hér kemur Depill á leikfangabílunum sínum. Komdu út að leika í uppáhaldsfarartækjunum hans Depils. Og ýttu á takkana til að heyra í þeim hljóðið.
Dagur í lífi Bóbó bangsa og litlu, gulu andarinnar heima hjá mömmu og pabba. Í þessari litríku bók er að finna ótal marga hluti, inni í húsi eða úti í garði. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá heima hjá Bóbó bangsa?
Í þessari litríku harðspjaldabók kynnumst við lífinu í sveitinni. Á sveitabænum er ýmislegt að sjá og Bóbó bangsi lærir margt nýtt. Á síðustu síðunum eru myndir af dýrum, hlutum og ýmsu öðru í sveitinni. Getur þú fundið það allt saman inni í bókinni?
Þegar óskalistahraðsendillinn stansar fyrir utan heimili Bóbó bangsa um miðja nótt til að sækja síðustu óskalistana, stekkur Bóbó bangsi á sleðann án þess að hika og endar heima hjá jólasveininum. Þar er svo sannarlega margt að sjá! En hvernig kemst Bóbó bangsi aftur heim til sín? Hrífandi jólabók með texta, myndum og fjölda flipa til að opna!
Klukkan er fjögur að morgni í kyrrlátri sveit í Svíþjóð. Frá húsinu hans Péturs heyrast skelfileg óhljóð. Kötturinn Brandur hefur fengið nýtt rúm og er vaknaður fyrir allar aldir til að gera morgunæfingarnar. Pétur getur alls ekki sofið fyrir látunum og setur því Brandi úrslitakosti sem eiga eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar.
Lærum að telja frá einum upp í tíu með Depli, hundinum ástsæla. Hvað eru dýrin á bændabýlinu mörg? Lyftu flipunum og það kemur í ljós! Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna.
Fingrabrúða af Depli er áföst bókinni og skýtur upp kollinum á hverri síðu. – Þegar snjóar fara allir út að leika sér! Komdu út að leika með Depli í snjónum og leiktu með skemmtilegu fingrabrúðunni.
Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Er hægt að hætta með duddu? Getur afi hætt að drekka kaffi? Mega börn vera aleinn heima á kvöldin? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni.
Þessi litríka bók er tilvalin fyrir krakka sem eru að læra að stjórna penna, telja og skrifa tölustafina. Skemmtileg verkefni með alls konar dýrum sem hægt er að gera aftur og aftur.
Hver elskar ekki einhyrninga? Þessi fallega bók er tilvalin fyrir krakka sem eru að læra að stjórna penna, telja og skrifa tölustafina. Skemmtileg verkefni sem þjálfa athyglisgáfuna og hægt er að gera aftur og aftur.
Þessi frábæra og litríka jólabók er stútfull af þrautum og dulmáli til að leysa. Leikir, teikniverkefni og ótal margt annað sem mun stytta biðina eftir jólunum.
Dag einn hrasar Magni mörgæs um stóran, rauðan, blaktandi-flaktandi hlut sem ekkert gagn virðist gera. En með því að stara nægilega lengi á skrítnu táknin sem hluturinn hefur að geyma lýkst upp fyrir Magna heill heimur af nýjum vinum og spennandi ævintýrum.