Amelía og Óliver
Amelía og Óliver er hugljúf saga um vináttu og leikgleði.
Amelía og Óliver er hugljúf saga um vináttu og leikgleði.
Bjarni og bekkjarfélagar hans eru að læra um árstíðirnar í skólanum. Hann verður því heldur hissa þegar hann vaknar einn vormorgun og allt er á kafi í snjó! Þetta passar alls ekki við það sem kennarinn sagði. Hann fer út að rannsaka málið en hittir þá fyrir kúnstugar verur sem segjast stýra veðrinu en verst er að þær eru að rífast!
Sögustundin er að byrja á bókasafninu … En hvar er Depill? Lyftu flipunum og sjáðu hvort þú finnur hann! Frábær flipabók fyrir yngstu kynslóðina um hundinn ástsæla, Depil.
Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna.
Pipp og Pósý gista saman, en Pipp er myrkfælinn. Pósý fær snjalla hugmynd, þegar næturljósið hans Pipps bilar, sem kennir honum að myrkrið er ekkert svo hættulegt.
Pipp og Pósý hafa stofnað hljómsveit. Sigga langar að spila með, en Pipp og Pósý finnst hann of hávær. Eiga vinirnir eftir að hlusta hver á annan og spila á hljóðfærin sín saman?
Pipp og Pósý hoppa í pollum í alveg eins stígvélum en tærnar hennar Pósýjar eru kramdar. Vinirnir uppgötva að þau geta verið pollavinir – sama hverju þau klæðast.
Pipp og Pósý elska að kitla hláturtaugarnar með fyndnu sýningunni sinni. Þegar vinir þeirra vilja horfa á, fær Pipp sviðskrekk og langar ekki að taka þátt.
Simbi litli er eini rauði fiskurinn í himinbláu hafi. Hann leggur upp í ferðalag í von um að finna fleiri fiska sem eru eins og hann. Lesandinn fylgir Simba litla um heit höf og köld - stundum er hann hræddur, stundum hrifinn, en alltaf vongóður um að ná markmiði sínu: að finna lítinn, rauðan leikfélaga og höndla hamingjuna.
Little Simbi feels like he’s the only bright red fish in the deep blue sea. So one day, he sets out on a journey to try to find other fish who look like him. The reader follows Simbi through oceans both cold and warm—sometimes he’s frightened and sometimes he’s excited. But no matter what, he never lets go of the hope that one day soon, he will dis
Góða nótt, sofðu rótt … Falleg bók fyrir yngstu börnin sem þroskar og örvar skilning þeirra. Þau skoða bókina aftur og aftur!
Fjórða stóra bók bresku metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler – höfunda Greppiklóar – sem kemur út á íslensku. Áhugasamasti nemandinn í drekaskólanum þráir ekkert heitar en að læra að fljúga, öskra og spúa eldi eins og alvöru drekar gera. En allt gengur á afturfótunum þar til hann eignast hjálpsama og hugrakka vinkonu.
Fyrsta Múmínbókin mín
Múminsnáðinn og Snabbi eru að gera allt tilbúið fyrir fyrstu vinagistinguna sína. En þegar þeir ætla að fara að sofa verða þeir svolítið smeykir.
Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin getur nýst sem handbók þeirra sem vinna með börnum og foreldrum/forráðmönnum. Opnar spurningar fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu.