Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.

Síða 1 af 7

Janís og Kappi Af hverju dagurinn

Bækurnar fjalla um ævintýralegt hversdagslíf tveggja óvenjulegra vina. Janís er uppátækjasamur strákur sem elskar grímur og búninga. Vinur hans, Kappi, er ruslakarl sem hefur verið tjaslað saman. Janís bjó hann sjálfur til úr ýmsu dóti sem hann fann inni í herberginu sínu. Það þarf bara örlítið ímyndunarafl - þá gerast undraverðir hlutir!

Amelía og Óliver

Amelía og Óliver er fyrst og fremst hugljúf saga um vináttu og leikgleði. Að auki þjálfar hún orðaforða með orðum sem börn heyra síður í töluðu máli en eru mikilvæg þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Systkinin Amelía og Óliver eru úti að leika og hitta tröll. Fyrst verða þau hrædd en sjá svo að tröllið vill bara leika.

Bambaló

Fyrstu lögin okkar

Ný og vönduð íslensk barnabók með gullfallegum myndum og heillandi tónlist. Bókin er tilvalin til að styrkja tengsl foreldra og barna, sem geta notið þess saman að hlusta á tónlistina, syngja með og skoða litríku myndirnar. Á hverri síðu eru nemar sem yngstu lesendurnir geta sjálfir ýtt á, og heyra þá fjölbreytt hljóðfæri leika skemmtileg lög.

Blaka

Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku grípur um sig skelfing og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf.